Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 30
kunna að vera misskilin eða rangtúlkuð. Ekki má yfirheyra mann lengur en 6 klukkustundir í einu, enda fái hann að öðru leyti nægilegan svefn og hvíld. Skal bóka hverju sinni, hvenær yfirheyrsla hefst og hvenær henni lýkur, sbr. 3. mgr. 40. gr. oml. Séu fleiri en einn maður yfirheyrðir, er rétt að greina, hvenær hverjum einstökum er sleppt, og ef maður er yfirheyrður aftur eftir prófun annarra, skal fara að eins og áður með bókun um upphaf og lok, svo að séð verði, hvort nokkrum hafi verið misboðið að þessu leyti. Heimilt er talið, að yfirheyrsla tveggja eða fleiri manna í sama máli standi í heild lengur en 6 klst., ef hver einstakur er ekki í skýrslu- töku lengur en 6 klst. samfleytt. Verður þá auk þess að gæta fyrir- varans um nægilegan svefn og hvíld, sbr. athugasemdir Einars Arn- órssonar við 40. gr. oml, Ákvæðið er ófrávíkjanlegt, og dugir því ekki samþykki skýrslúgjafa til fráviks. Með 6 stundum í einu er eðli- legt að miða við sólarhring. Ákvæði 38.-40. gr. oml. gilda um rannsókn fyrir dómi eftir því sem við á, sbr. 75. gr. og 4. mgr. 77. gr. oml., sjá einnig 102. gr. oml. Um votta sjá 37. gr. oml. og 41. gr. 1. 85/1936, sbr. 2. mgr. 19. gr. oml. 9) Sakborningur á ekki almennan lögvarinn rétt til skipaðs réttar- gæzlumanns eða ver janda (á kostnað ríkisins), áður en mál er höfðað. Frá þessari aðalreglu hafa á undanförnum árum verið lögfestar mikilvægar undantekningar til aukinnar réttarverndar fyrir sakborn- inga. Samkvæmt 4. mgr. 61. gr. oml., sbr. 1. gr. 1. 53/1979, á handtekinn maður rétt á skipuðum réttargæzlumanni þegar eftir handtöku, og ber þeim, er handtöku framkvæmir, að skýra honum frá þessum rétti. Eðlilegast er að skýra ákvæðið þannig, að sakborningi skuli bent á réttinn þegai' á handtökustað og honum gefinn kostur á að hafa strax samband við talsmann, ef því vei'ður við komið, en ella þegar komið er í bækistöð lögreglunnai'. 1 ábendingu lögreglumanns felst trygging fyrir því, að hinn handtekni maður fari ekki á mis við rétt sinn sökum vanþekkingar. Ákvæðið getur verið erfitt í framkvæmd, nema teknar séu upp fastar vaktir réttargæzlumanna. Lögmannafélag Islands hef- ur unnið að því að koma á bakvaktakerfi lögmanna í þessu skyni. Yfirleitt má gera ráð fyrir því, að skipun réttargæzlumanns standi aðeins, meðan handtakan varir, þar með talin sú frelsissvipting, sem henni kann að fylgja,unz sökunaut er sleppt eða g'æzluvarðhaldsúrskurð- ur kveðinn upp. Ákvæðið ber ekki með sér, að svo þröngan skilning skuli leggja í það, enda getur verið þörf fyrir réttargæzlu, eftir að frelsis- 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.