Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 35
14) Sökunautur á almennt kröfu á því, að rannsókn ljúki, ef sakar- atriði eða sakargögn þykja ekki nægileg til ákæru, sbr. 2. mgr. 42. gr. og 119. gr. oml. Má eigi halda slíkri rannsókn áfram eða taka hana upp að nýju gégn honum, nema ný sakargögn séu fram komin eða þau séu líkleg til að koma fram, enda sé sök þá ekki fyrnd að lögum eða saksókn formlega niður felld skv. 29. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 24. gr. oml., eða samkvæmt öðrum réttarreglum. Þó gildir áðurgreint ákvæði ekki, ef rannsókn má telja líklega til styrktar skaðabótakröfu vegna brots, ef það þykir standa aðila á nægilega miklu að koma fram bótakröfu sinni. 15) Sökunautur þarf ekki að vera sjálfráða (16 ára) til þess að hafa málflutningshæfi í opinbeni máli. Unglingur 15 ára að aldri getur sjálf- ur tekið til varna eða óskað eftir réttargæzlumanni (verjanda), sbr. 3. mgr. 81. gr. oml. Sama máli gegnir um þá, sem haldnir eru líkam- legum eða andlegum annmörkum, sbr. þó heimildir dómara í 3. og 5. mgr. 80. gr. oml., sjá einnig 5. gr. 1. 61/1942. Hvorki þarf sjálfræði (16 ár) né fjárræði (18 ár) til að gangast undir greiðslu fésaktar í refsi- máli, heldur nægir sakhæfi skv. 14. og 15. gr. hgl.9) Ef yfirheyra þarf barn yngra en 16 ára, skal tilkynna það barna- verndarnefnd, ef þess er kostur, og getur nefndin þá sent fulltrúa sinn til að vera við yfirheyrsluna, sbr. 5. mgr. 40. gr. oml., sbr. og 2. mgr. 19. gr. 1. 53/1966, þar sem umrædd tilkynningarskylda er lögboðin fyrirvaralaust, þegar yfirheyra þarf börn eða ungmenni innan 18 ára aldurs. Tilkynningarskyldan tekur einnig til annarra rannsóknarað- gerða, t.d. sakbendingar.10) Um rannsókn út af refsiverðum brotum barna og unglinga innan sakhæfisaldurs fer eftir reglum oml. að svo miklu leyti sem við á, sbr. 2. tl. 2. gr. oml., en þó aðallega eftir regl- um barnaverndarlaga, sbr. m.a. 2. mgr. 16. gr., 1. mgr. 19. gr., 20. gr. og 56. gr. 1. 53/1966, sbr. og 267. gr. hgl.* 11) IV. RÉTTARSTAÐAN EFTIR MÁLSHÖFÐUN. I heild sinni er réttarstaða sökunauts betri, eftir að mál hefur verið höfðað gegn honum. Er þá betur gætt meginatriða andmælareglunnar. Meðferð máls er mun formfastari og fer oftast fram fyrir opnum tjöldum. Á þessu stigi er þó yfirleitt minna í húfi fyrir sökunaut, þar eð málið er að mestu leyti eða öllu upplýst. Verða nú reifuð þau atriði, 9) Sbr. Þórður Eyjólfsson, Persónuréttur (2. útg. 1967), bls. 83. 10) Sjá nánar Jónatan Þórmundsson, Opinbert réttarfar, 2. hefti (1980), bls. 136 og 156. 11) Sami, Opinbert réttarfar, 1. hefti (1979), bls. 29. 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.