Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 44
en ég læt nægja að geta þess, að héraðsdómari og minni hluti Hæsta- réttar komust að gagnstæðri niðurstöðu, þ.e. að samningurinn hefði ekki öðlast lagagildi hér á landi. II. REIFUN MÁLSINS. 1. Málsatvik. Atvik málsins voru þau, að íslensk stúlka (F) eign- aðist árið 1971 dreng (N) með bandarískum ríkisborgara (NSH), sem þá var við nám í París. Upp úr sambandi þeirra F og NSH slitnaði fljótlega og árið 1973 gekk F að eiga G, íslenskan ríkisborgara. Bjuggu þau F og G í Reykjavík, þar sem þau áttu lögheimili, fram til ársins 1975, en það ár fluttu þau til Lundar í Svíþjóð, þar sem G hóf nám. Við flutninginn til Svíþjóðar tilkynntu þau F, G og N flutning á lög- heimili sínu frá Reykjavík til Svíþjóðar og var samnorrænt flutnings- vottorð þar að lútandi dagsett 12. ágúst 1975. Sagði í flutningsvott- orðinu, að fullt lögheimili yrði á tilteknum stað í Lundi í Svíþjóð. Þau F og NSH deildu um umgengnisrétt NSH við soninn N. Höfð- aði NSH mál fyrir bæjarþingi í Lundi í Svíþjóð á hendur F til viður- kenningar á umgengnisréttinum og fékk F tilkynningu um málshöfð- unina 17. febrúar 1977. Þetta mál mun hafa verið fellt niður. Þann 25. febrúar 1977 tilkynnti F til almannaskráningar í Svíþjóð flutning frá Lundi til Akureyrar. Segist F í tilkynningunni flytja ein, en eigin- maður hennar og tveir synir verði eftir í Svíþjóð. G sótti á árinu 1977 um leyfi til þess að ættleiða N til dómsmála- ráðuneytisins á íslandi. Umsókn hans var ódagsett, en samþykki konu hans dags. 1. mars 1977. I umsókninni segir, að heimili umsækjand- ans sé að Goðabyggð 3, Akureyri, og sé það einnig heimili F, móður barnsins. I umsókninni um ættleiðingu sagði síðan: „Það skal tekið fram, að við hjónin stundum nám í Svíþjóð, en hyggjum á heimkomu strax að því loknu.“ Dómsmálaráðuneytið veitti G leyfi til þess að ættleiða N með bréfi dags. 11. maí 1977, þrátt fyrir ítrekuð mótmæli af hálfu NSH. Með stefnu 10. september 1981 höfðaði NSH mál fyrir bæjarþingi Reykja- víkur á hendur dómsmálaráðherra (D) til ógildingar á ættleiðingar- leyfinu. Jafnframt stefndi hann G til þess að þola ógildingu leyfisins. D og G kröfðust sýknu af kröfum NSH. 2. Málsástæður og lagarök. NSH reisti málssókn sína m.a. á því, að ættleiðingarleyfisins hefði verið aflað hjá röngu stjórnvaldi og væri það ógildanlegt af þeirri ástæðu. Samkvæmt alþjóðlegum einkamála- 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.