Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 49
sitt hér á landi. Niðurstaða meiri hluta Hæstaréttar í ættleiðingar- málinu vekur þá spurningu, hvort ólíkar reglur gildi þá um heimilis- festi námsmanna eftir því, hvar í landi þeir stunda nám. Ef við hugs- um okkur t.d., að G hefði stundað nám í Englandi í stað Svíþjóðar, en atvik verið hin sömu að öðru leyti, þá hefði G væntanlega ekki glatað heimilisfesti sinni á Islandi. 5) Þá vil ég vekja athygli á því, að í gildi eru fleiri samningar um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði milli ríkja á Norðurlöndum en samn- ingurinn frá 6. febrúar 1931. Þannig má t.d. nefna samning frá 19. nóvember 1934 milli Norðurlandanna um erfðir og skipti á dánar- búum, sbr. lög nr. 108/1935. í 1. gr. þess samnings segir, að ef ríkis- borgari í einhverju samningsríkjanna sé við lát sitt búsettur í ein- hverju hinna ríkjanna, skuli rétturinn til lögerfða ákveðinn samkvæmt lögum í því ríki, þar sem hinn látni átti heimilisfang. Þá skulu og samkv. 19. gr. samningsins skipti á búi hins látna fara fram fyrir dómstólum í því ríki, þar sem hinn látni átti búsetu við andlátið. Orðin búseta og heimilisfang eru sömu merkingar og orðið heimilis- festi í 11. gr. samningsins frá 6. febrúar 1931 um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, sbr. t.d. Allan Philip (áður tilvitnað rit, bis. 162-163 og bls. 273). Ef við hugsum okkur íslenskan námsmann, sem farið hefði til náms í Svíþjóð, fyllt hefði út samnorrænt flutningsvottorð, ekkert sér- stakt gert til þess að telja lögheimili sitt hérlendis, dvalist jafnlengi og G við nám í landinu og svo andast í Svíþjóð, meðan á námi stóð, þá ætti rétturinn til lögerfða eftir þennan íslenska námsmann að fara eftir sænskum lögum, og sænskur skiptaréttur ætti að annast bú- skiptin. 6) Að endingu vil ég geta þess, að skilgreining 2. gr. laga nr. 35/1960 á því, hvað sé lögheimili, er ekki ósvipuð þeirri skilgreiningu fræði- manna á heimilisfestihugtakinu, sem áður er getið. Þannig segir í nefndri 2. gr., að heimili manns sé sá staður, þar sem hann hafi bæki- stöð og dveljist að jafnaði í tómstundum sínum og hafi þá hluti, sem honum séu persónulega tengdir, svo sem fatnað, húsgögn, bækur o.fl. Eru því líkur fyrir því, að maður eigi að jafnaði heimilisfesti, þar sem lögheimili hans er. Því má velta fyrir sér, hvort reglur, sem varða slit lögheimilis vegna tiltekinna atvika eða aðstæðna, leiði sjálfkrafa til þess, að breyting verði á heimilisfesti þess, sem í hlut á. Tel ég það orka tvímælis. Ber í því sambandi að hafa í huga, að heimilisfesti í merkingu lagaskila- réttar er, eins og áður segir, hugtak sérstakrar merkingar og ákvarð- andi um réttarstöðu manna á sviði einkaréttar fyrst og fremst. Reglur 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.