Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 9
samræmi við orðalag Bríisselsamningsins (Brækhus, bls. 11). íslensk siglingalög voru ekki samræmd þessurn breytingum fyrr en með lög- festingu núgildandi siglingalaga. 1 sigll. 1985 er í aðalatriðum haldið samræminu við önnur norræn siglingalög og Brússelsamninginn frá 1910. Frá því eru nokkrar undan- tekningar, þar af ein veigamikil, sjá 5. kafla hér á eftir. Sigll. 1985 hagga hvorki 14. gr. laga nr. 18/1976, sem undanþiggur hjálp veitta af ríkisskipum eða skipum vátryggðum hjá Samábyrgð Is- lands björgunarreglum siglingalaga (sbr. Ólafur Lárusson, bls. 93), né 12. gr. laga nr. 25/1967, sem felur í sér sérstakar reglur um skiptingu björgunarlauna, þegar skip eða flugvél (tæki) Landhelgisgæslunnar fær björgunarlaun. Héi' á eftir verður lýst í aðalatriðum nýmælum sigll. 1985 um björg- un. 2. AÐDRAGANDI BREYTINGA Á BJÖRGUNARREGLUM SIGLL. 1963 Hinn 19. maí 1981 samþykkti Alþingi eftirfarandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta kanna hvort þörf sé breytinga á þeim ákvæðum siglingalaga, sem lúta að björgun skipa og skipshafna, með það að markmiði, að skipstjórnarmenn þurfi aldrei að veigra sér við, kostnaðarins vegna, að biðja um þá aðstoð, sem þeim sýnist að mestu gagni mætti koma í hverju til- viki.“ (Alþt. 1980-81 A, bls. 2738.) Sumarið 1985 tóku gildi ný siglingalög og sjó- mannalög. í greinaflokki, sem hefst í þessu hefti, mun Arnljótur Björnsson, prófessor, fjalla um nokkur nýmæli siglingalaga nr. 34/1985. Rúmsins vegna eru ekki tök á að birta ná- kvæmar athugaemdir eða skýringar á þeim lagaákvæðum, sem rætt verður um. Hér verð- ur því látið nægja að kynna nýmælin í sem stystu máli. í næsta hefti birtist grein, sem varðar ábyrgð útgerðarmanns og slysatrygg- ingu sjómanna samkvæmt 172. gr. siglinga- laga. 155

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.