Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 12
4. BJÖRGUNARHUGTAKIÐ Meginskilyrði þess, að hjálp teldist björgun eftir sigll. 1963 var að skip hefði verið „statt í neyð“ (eða hefði ,,farist“). Með sigll. 1985 var þessu breytt í „statt í hættu“ („farist“ er óbreytt). 1 athugasemdum með frv., sem varð að sigll. 1985 segir orðrétt, að „hugtakið „björgun“ verið víkkað frá því, sem er í gildandi lögum, þannig að það taki einn- ig til ýmissa tilvika, er nú myndu falla undir hugtakið „aðstoð“ (sem engin lagaákvæði eru til um). Er þetta gert með því, að breyta skil- yrðinu um að skip sé statt í „neyð“, á þann veg, að nægilegt sé, að skip- ið hafi verið statt í „hættu“, þ.e. að „hættustigið" er lækkað." (Alþt. 1984 A, bls. 1043.) Hugtakið „neyð“ í sigll. 1963 var skýrt svo í Sjórétti Ólafs Lárus- sonar (1. útg. bls. 150 og 2. útg. bls. 87) : „Að skip sé statt í neyð, felur það fyrst og fremst í sér, að það sé í hættu statt. Um „neyð“ getur ekki verið að ræða, nema hættan sé yfirvofandi, og svo skaðvænleg, að viðbúið sé að skipið farist, eða verði fyrir verulegum spjöllum, ef eigi berst hjálp annarsstaðar að.“ Ætla verður, að íslenskir dómstólar skýri hugtakið „hætta“ í sigll. 1985 á sama hátt og gert hefur verið um samsvarandi orð (,,fare“) í siglingalögum annars staðar á Norðurlöndum. Um norskan rétt sjá Brækhus, bls. 11. Þar segir m.a., að hættan, sem steðjar að skipi og farmi, þurfi ekki að vera yfirvofandi, til þess að hjálp verði metin björgun. Meira að segja þurfi ekki að vera yfirgnæfandi líkur fyrir því, að skipið týnist, ef hjálp berst ekki. Hins vegar verði að gera kröfu til þess, að hættan sé verulega meiri en venjuleg hætta, sem að jafnaði fylgi siglingum. Af þessu ætti að vera ljóst, að eftir íslenskum rétti er nú ekki lengur nauðsynlegt skilyrði björgunar, að hætta hafi verið yfirvofandi. Nýju björgunarreglurnar fela samkvæmt því í sér, að fleiri hættutilvik verða talin björgun en áður var. Ef litið er á íslenska dóma í gildistíð eldri björgunarreglna, virðast kröfurnar þó ekki hafa verið alveg1 eins ríkar og tilvitnuð orð Ólafs Lárussonar gefa tilefni til að ætla, enda lýsir hann (1. útg. bls. 151 og 2. útg. bls. 88) nánar skilyrðum þess, að hætta verði talin „neyð“, með svofelldum orðum: „Hættan, sem yfir skipinu vofir, þarf ekki að vera bráð. Þessvegna hefir það verið metið björgun, er skip, sem ekki hefur verið gangfært, hefir verið dregið til hafnar, þótt veður væri gott og skipið svo fjarri landi, að engin hætta væri á því, að það ræki bráðlega á land, . .. “. Um 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.