Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 24
Svo sem rakið er í grein Þorgeirs örlygssonar3) felst þýðingarmesta breyting laga nr. 11/1986 í lögfestingu nýrrar almennrar ógildingar- reglu í 36. gr. laga nr. 7/1936, sem er víðtækari í þýðingarmiklum atrið- um en þær reglur, sem áður giltu. 2. GILDISSVIÐ HINNAR NÝJU REGLU 36. GR. LAGA NR. 7/1936. Þar sem hinni nýju reglu er skipað í lög nr. 7/1936, hefur hún sama gildissvið og aðrar reglur þeirra laga. Um það segir efnislega í 40. gr. laganna, að lögin gildi ekki um löggerninga, er lúta að málefnum, sem reglur persónuréttarins, sifjaréttarins eða erfðaréttarins gilda um. Hefur því verið lagt til grundvallar sem meginsjónarmið, að 1. nr. 7/ 1936 taki eingöngu til löggerninga á sviði fjármunaréttar, enda er það sums staðar beinlínis tilgreint, t.d. í heiti dönsku og sænsku samninga- laganna.4) Þessi afmörkun á gildissviði laganna hefur þó litla raun- hæfa þýðingu,5) og kemur þar margt til. 1 fyrsta lagi er vafi um, hvernig skilgreina eigi orðið fjármunaréttur, enda eru mörk fjármunaréttar og annarra greina lögfræðinnar, t.d. þeiri'a sem nefndar eru í 40. gr., ekki skýr. I öðru lagi er á það bent í athugasemdum við 40. gr. frumvarps þess, sem síðar varð að lögum nr. 7/1936, að reglur frumvarpsins geti átt við um löggerninga á sviði opinbers réttar, nema önnur ákvæði eða venjur leiði til annars.6) Þegar metið er, hvort reglur laga nr. 7/1936 geti átt við um löggerninga á sviði opinbers réttar, verður þó ævin- lega að líta til þess, að önnur sjónarmið eiga oft við í opinberum rétti en í einkarétti, og getur það leitt til þess, að ótækt yrði talið að beita reglum laga nr. 7/1936.7) I þriðja lagi má benda á, að reglur laga nr. 7/1936 geta í ýmsum til- vikum átt við á sviði persónuréttar, erfðai'éttar og sifjaréttar. Má t.d. benda á, að í 54. gr. 1. 60/1972, um stofnun og slit hjúskapar, sem fjall- ar um ógildingu á samningum um skilnaðarkjör, er beinlínis byggt á því, að unnt sé að beita „almennum reglum um fjármunaréttarsamninga“ til slíkrar ógildingar. Það hefur sérstaka þýðingu hér að reyna að meta, hvort beita mégi hinni nýju ógildingarreglu í 36. gr. 1. nr. 7/1936 til 3) Sbr. einkum bls. 85-87. 4) Dönsku lögin nr. 242 frá 8. maí 1917 heita: „Lov om aftaler og andre retshandler pá formuerettens omráde" og hin sænsku, sem eru nr. 218/1915: „Lag om avtal och andra rattshandlingar pá förmögenhetsráttens omráde." 5) Sjá Henry Ussing: Aftaler, bls. 5 og 6. 6) Alþingistíðindi A-1935, Ed., þingskjal nr. 428, bls. 803 og 804. 7) Um þetta má vísa til rits Ármanns Snævars: Almenn lögfræði, fyrra bindi, bls. 107-109.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.