Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 24
Svo sem rakið er í grein Þorgeirs örlygssonar3) felst þýðingarmesta breyting laga nr. 11/1986 í lögfestingu nýrrar almennrar ógildingar- reglu í 36. gr. laga nr. 7/1936, sem er víðtækari í þýðingarmiklum atrið- um en þær reglur, sem áður giltu. 2. GILDISSVIÐ HINNAR NÝJU REGLU 36. GR. LAGA NR. 7/1936. Þar sem hinni nýju reglu er skipað í lög nr. 7/1936, hefur hún sama gildissvið og aðrar reglur þeirra laga. Um það segir efnislega í 40. gr. laganna, að lögin gildi ekki um löggerninga, er lúta að málefnum, sem reglur persónuréttarins, sifjaréttarins eða erfðaréttarins gilda um. Hefur því verið lagt til grundvallar sem meginsjónarmið, að 1. nr. 7/ 1936 taki eingöngu til löggerninga á sviði fjármunaréttar, enda er það sums staðar beinlínis tilgreint, t.d. í heiti dönsku og sænsku samninga- laganna.4) Þessi afmörkun á gildissviði laganna hefur þó litla raun- hæfa þýðingu,5) og kemur þar margt til. 1 fyrsta lagi er vafi um, hvernig skilgreina eigi orðið fjármunaréttur, enda eru mörk fjármunaréttar og annarra greina lögfræðinnar, t.d. þeiri'a sem nefndar eru í 40. gr., ekki skýr. I öðru lagi er á það bent í athugasemdum við 40. gr. frumvarps þess, sem síðar varð að lögum nr. 7/1936, að reglur frumvarpsins geti átt við um löggerninga á sviði opinbers réttar, nema önnur ákvæði eða venjur leiði til annars.6) Þegar metið er, hvort reglur laga nr. 7/1936 geti átt við um löggerninga á sviði opinbers réttar, verður þó ævin- lega að líta til þess, að önnur sjónarmið eiga oft við í opinberum rétti en í einkarétti, og getur það leitt til þess, að ótækt yrði talið að beita reglum laga nr. 7/1936.7) I þriðja lagi má benda á, að reglur laga nr. 7/1936 geta í ýmsum til- vikum átt við á sviði persónuréttar, erfðai'éttar og sifjaréttar. Má t.d. benda á, að í 54. gr. 1. 60/1972, um stofnun og slit hjúskapar, sem fjall- ar um ógildingu á samningum um skilnaðarkjör, er beinlínis byggt á því, að unnt sé að beita „almennum reglum um fjármunaréttarsamninga“ til slíkrar ógildingar. Það hefur sérstaka þýðingu hér að reyna að meta, hvort beita mégi hinni nýju ógildingarreglu í 36. gr. 1. nr. 7/1936 til 3) Sbr. einkum bls. 85-87. 4) Dönsku lögin nr. 242 frá 8. maí 1917 heita: „Lov om aftaler og andre retshandler pá formuerettens omráde" og hin sænsku, sem eru nr. 218/1915: „Lag om avtal och andra rattshandlingar pá förmögenhetsráttens omráde." 5) Sjá Henry Ussing: Aftaler, bls. 5 og 6. 6) Alþingistíðindi A-1935, Ed., þingskjal nr. 428, bls. 803 og 804. 7) Um þetta má vísa til rits Ármanns Snævars: Almenn lögfræði, fyrra bindi, bls. 107-109.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.