Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 33
frá sambærilegu ákvæði í 5. gr. frumvarpsins 1973. Þar sagði að um- boðsmaður væri trúnaðarmaður Alþingis og gegndi starfi sínu m.a. skv. reglugerð sem sameinað þing setti um starfsemi hans. Þetta ákvæði mátti skoða í samhengi við 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins þar sem gert var ráð fyrir að sameinað þing kysi fimm manna nefnd til að fjalla um málefni umboðsmanns. Um 2. Umboðsmaður er sjálfráður um hverja hann velur sem að- stoðarmenn sína. Alþingi setur reglur um fjölda starfsmanna og um launakjör þeirra. 1 frumvarpinu 1973 var gert ráð fyrir að umboðs- maður segði starfsliði sínu upp störfum. Slíkt ákvæði er ekki í lög- unum og fer því væntanlega um réttarstöðu starfsliðsins að þessu leyti eftir starfsmannalögum. Um 3. Umboðsmaður má ekki hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkafyrirtækja. Er hér um strangara ákvæði að ræða en í 2. og 3. mgr. 34. gr. starfsmannalaga, enda eðlilegt að ríkari kröfur séu gerðar til umboðsmanns í þessu efni en annarra starfs- manna hins opinbera. Við mat á því hver ólaunuð störf umboðsmaður mætti hafa með höndum í annarra þágu væri einna helst að hafa til hliðsjónar þær meginreglur sem taldar eru gilda um aukastörf for- seta Islands, þ.e. t.d. störf í menningar- og vísindafélögum, rann- sóknarstörf og önnur ritstörf, störf að hvers konar listsköpun o.s.frv. (sjá Stjórnskipun fslands: 134). Ákvæði 2. mgr. 13. gr. laganna er bæði víðtækara en samsvarandi ákvæði í frumvarpinu 1973 og í frumvarpinu að lögunum. Skv. 3. mgr. 2. gr. frumvarpsins 1973 var kveðið svo á að umboðsmaður mætti ekki taka að sér störf í þágu annarra án samþykkis svonefndrar umboðs- nefndar sameinaðs þings en í 2. mgr. 13. gr. frumvarpsins að lögun- um var beinlínis gert ráð fyrir því að umboðsmaður gæti haft önnur störf með höndum þótt í mjög takmörkuðum mæli væri, en ákvæðið var orðað svo: „Umboðsmanni er óheimilt að taka að sér stöðu eða starf hjá opinberum aðilum eða einkaðilum sem með einhverjum hætti geta tengst starfi hans sem umboðsmanns þannig að hætta sé á að hann fái ekki litið hlutlaust á málavöxtu í máli sem til hans kann að berast.“ Endanlegt ákvæði laganna er hins vegar afdráttarlaust og skv. því er umboðsmanni ekki aðeins óheimilt að taka að sér önnur launuð störf heldur verður hann einnig að láta af þeim launuðu störf- um sem hann hafði þegar á hendi. Eftir orðanna hljóðan á það bæði við um aðalstarf og aukastörf. Hins vegar svara lögin því ekki bein- línis hvernig fari ef umboðsmaður kemur úr starfi sem hann hefur skipun til að gegna ævilangt. Er ekki sjálfgefið að skilja beri orðalagið 255

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.