Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Qupperneq 40
hvort skortur á framlagningu sönnunargagna geti leitt til þess að kvört- un verði ekki tekin til meðferðar og ekki heldur hvort umboðsmanni beri á þessu stigi að krefjast slíkra gagna af sjálfsdáðum eða jafnvel afla þeirra sjálfur. Verður umboðsmaður væntanlega að meta það sjálf- ur eftir atvikum hverju sinni, sbr. t.d. meginreglu 1. mgr. 7. gr. laganna. d) Kvörtunarfrestir „Kvörtun skal bera fram innan árs frá þvi er stjórnsýslugerningur sá, er um ræðir, var til lykta leiddur. — Ef skjóta má máli til æðra stjórnvalds er ekki unnt að kvarta til umboðsmanns fyrr en æðra stjórnvald hefur fellt úrskurð sinn í málinu. Ársfresturinn skv. 2. mgr. hefst þá frá þeim tíma." (2. og 3. mgr. 6. gr.). Skv. þessu er kvörtunarfresturinn í öllum tilvikum eitt ár og er hér um að ræða sama frest og í frumvarpinu 1978. Skv. athugasemdum í greinargerð miðast upphafstími frestsins við það hvenær „gagnrýndur stjórnsýslugerningur var framinn eða til lykta leiddur.“ Ekki er ljóst við hvað er hér nákvæmlega átt. A.m.k. tveir skýringarkostir sýnast koma til greina. Annars vegar að miða við það þegar viðkomandi stjórnsýsluathöfn er gerð, t.d. leyfi veitt eða synjað, stjórnsýslusamningur undirritaður o.s.frv., eða hins vegar að miða við birtingu stjórnsýsluákvörðunar. Síðari kosturinn sýnist eðli- legri með hliðsjón af þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að stjórn- sýsluákvörðun teljist birt þegar hún er komin til þess sem hún varðar þótt efni hennar sé ekki endilega komið til vitundar hans. Skv. athuga- semdum í greinargerð er í þessu sambandi við það miðað „hvenær kvörtun berst umboðsmanni" og verður að túlka það svo að nægilegt sé að kvörtun sé komin til umboðsmanns, t.d. í pósthólf á skrifstofu hans. Sérstakt álitaefni er hvort umboðsmaður geti tekið fyrir of seint komna kvörtun ef hann svo kýs. Vegna skorts á lögskýringargögnum er ekkert unnt að fullyrða um það efni en auðsætt er að hér gætu hags- munir kvartanda og þess sem kvörtunin beinist að rekist á. Þegar um er að ræða kvörtun skv. 3. mgr. hefst fresturinn frá því að „æðra stjórnvald hefur fellt úrskurð sinn í málinu“. Með vísan til þess sem áður sagði verður hér væntanlega við það að miða að lög- formleg birting úrskurðarins hafi farið fram. í athugasemdum í grein- argerð er sérstaklega vikið að því tilviki að kvartað sé undan seina- gangi á afgreiðslu mála. Þá verði að skilja ákvæðið svo að fresturinn hefjist ekki fyrr en drætti málsins lýkur hjá stjórnvaldshafa. Ef mál dragist óhæfilega í höndum hans þurfi kvartandi þó ekki að bíða allt til þess að drætti lýkur. Hann geti borið fram kvörtun þegar dráttur sé orðinn óhæfilegur. Hér er óneitanlega um mjög teygjanlegt mat að 262
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.