Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 4
Á Ö5ru réttarsviði er að verða breyting til hins betra um næstu áramót. Hinn 1. janúar 1989 ganga í gildi lög nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist. Nú hagar svo til, að dómsmálaráðuneytið sér um fullnustu refsidóma sam- kvæmt reglum, sem ráðuneytið (ráðherra) setur með stoð í almennum lögum og úrskurðar síðan sjálft um kvartanir og ágreining vegna fullnustunnar. Við gildistöku hinna nýju laga flyst fullnusta refsivistardóma að mestu leyti til sérstakrar fangelsismálastofnunar. Um fullnustuna fer þá eftir nánari reglum, sem dómsmálaráðherra setur skv. 30. gr. laganna, en ágreiningi og kvörtun- um út af framkvæmd fullnustunnar má skjóta til ráðherra með venjulegri stjórnsýslukæru. Á hinn bóginn tókst miður til með lögin um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987. í stað þess að ætla óháðum úrskurðaraðila eins og ríkisskatta- nefnd það viðfangsefni að úrskurða sektir fyrir brot á lögunum var sektar- valdið falið gagnaðila máls, þ.e. ríkisskattstjóra, sbr. 31. gr. Hér var stigið stórt skref aftur á bak að því er réttaröryggi skattaðila varðar. Að vísu virtist dálítil bragarbót gerð strax með breytingarlögum nr. 90/1987, er sektarvaldið var fært til þriggja manna sektarnefndar, sbr. 15. gr. breytingarlaganna. í reynd er hér um litla breytingu að ræða, þar sem nefndin er skipuð einum fulltrúa ríkisskattstjóra og tveimur fulltrúum tilnefndum af skattkrefjanda, fjár- málaráðuneytinu. Skiptir engu í þessu sambandi, þótt báðum aðilum sé heim- ilt að vísa máli til opinberrar rannsóknar og dómsmeðferðar, enda er sú leið einnig opin í þeim málum, sem ríkisskattanefnd fjallar um, sbr. 108. gr. laga nr. 75/1981. í 15. gr. laga nr. 90/1987 er þess raunar getið, að við meðferð mála hjá sektarnefnd skuli veita sakborningi færi á að halda uppi vörnum! Varla gat það nú minna verið. Jónatan Þórmundsson 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.