Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 21
skoðun að aðeins með aðferðum raunvísinda og lögmálum rökfræði og stærðfræði geti menn komist að áreiðanlegum niðurstöðum um heiminn. Heimspekin hafði að áliti þessara manna það hlutverk eitt að slípa og fægja þau orð og hugtök sem vísindamenn nota til að koma á framfæri þeirri þekkingu sem aflað hefur verið með beinni reynslu af heiminum og vinna þannig að einingu allra vísinda.4 Helsta heimildin um þekkingarfræði Hágerströms er rit hans Das Prinzip der Wissenschaft, sem út kom árið 1908. I riti þessu setur hann sér þau markmið m.a. að hafna hughyggju5 og sýna fram á hald- leysi frumspekinnar.6 Það er á þessum grunni sem réttarheimspeki Hágerströms er reist. öll gagnrýni hans á eldri kenningar í réttarheimspeki er mótuð af þessu and-frumspekilega viðhorfi hans. Hágerström nálgast allar lykil- spurningar í réttarheimspeki frá þessu sjónarhorni. Hann bendir á að í gegnum tíðina hafa menn spurt sig spurninga á borð við hver sé til- gangur laga, hvað sé réttlæti o.s.frv., og telur að ekki sé hægt að gefa neitt vitrænt svar við spurningum af þessu tagi þar sem ekki sé hægt að svara þeim á vísindalegum grundvelli. Hlutverk réttarheimspekinn- ar sé hins vegar að rannsaka þau lagalegu hugtök sem fólk raunveru- lega notar í daglegu lífi, hugtök á borð við „réttur“, „skylda“, „rétt- læti“ og ýmis fleiri. Hlutverk réttarheimspekinnar sé ekki að segja fyrir um það hvað sé réttlátt og hvað ranglátt, heldur að rannsaka með vísindalegum aðferðum hugmyndir fólks um réttlæti og ranglæti. 2.3. Gagnrýni á náttúrurétt og pósitívisma Sá er helsti ókosturinn við gagnrýni Hágerströms á eldri réttarheim- spekilegar kenningar, einkum kenningar náttúruréttarmanna, að ekki er alltaf 1 j óst til hvaða kenninga hann er að vísa. Hann virðist afgreiða 4 Helstu fulltrúar Vínarskólans eru heimspekingarnir Moris Sclilick, Rudolf Carnap, Otto Neurath og I.udwig Wittgenstein. Hópurinn starfaði aðallega á þriðja áratug þessarar aldar. Sjá stutt og greinargott yfirlit um Vínarskólann í Stromberg, Roland, N.: Intellectual History of Modern Europe, London 1975, s. 456—461. 5 Með orðinu „hughyggja" vísar Hagerström fyrst og fremst til hughyggju Jrýska heim- spekingsins Immanuel Kants. I henni felst m.a. að það er fyrst og fremst mannshugurinn sem ákvarðar mynd okkar af heiminum. Þannig eru t.a.m. tími og rúm ekki hluti af veruleikanum lieldur aðferð mannlegrar skynsemi við að koma skipulagi á reynslu okkar af heiminum. Sjá um þetta t.d. Justus Hartnack, Filosofiske problemer, Kaup- mannahöfn 1971, s. 143—169. 6 Hágerström notar orðið frumspeki nokkuð frjálslega. Oftar en ekki hljómar Jrað eins og skammaryrði um allar lieimspekikenningar sem ekki eru reistar á sama þekkingar- fræðilega grunninum og hans eigin kenningar. Þetta er ekki allskostar nákvæm orð- notkun enda vísar orðið oftar til þeirrar greinar innan heimspekinnar sem fæst við veruleikann. 151

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.