Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Síða 29
um bera þessir eðlisþættir hans nákvæmnina ofurliði. Engu að síður er margt í skrifum hans sem er þess virði að skoða nánar. Það er svo annað mál hvort honum hefur tekist það ætlunarverk sitt að umbylta allri réttarheimspeki. 3.1. Lundstedt og þekkingarfræðin I formála að einu rita sinna segir Lundstedt beinlínis að rannsóknir sínar séu reistar á kenningum Hágerströms, sem hann segir hafa barist hatrammlegri baráttu gegn öllum kenningum í réttarheimspeki sem ekki séu reistar á staðreyndum tíma og rúms.29 Þetta gefur okkur strax hugmynd um þann þekkingarfræðilega grunn sem hann reisir kenningar sínar á. Að áliti hans eru eldri kenningar í réttarheimspeki, þ.m.t. pósitívisminn, meira eða minna smitaðar af frumspeki. Þessar kenningar eru óvísindalegar og ekki reistar á skynsemi. Þær eru heila- spuni, sem á ekkert skylt við sannanlegar staðreyndir. Sjálfum ætlar hann sér ekki lítið hlutverk í höfuðriti sínu Legal Thinking Revised (1956). Takmark hans var að umbylta allri réttarheimspeki og skapa nýja sem reist væri á staðreyndum tíma og rúms, vísindalega réttar- heimspeki í stað frumspeki. 3.2. Réttur og skylda Lundstedt hafnar því að hugtök á borð við „réttur“ og „skylda“ eigi sér nokkra samsvörun í veruleikanum. öll fyrirmæli um það hvað menn eigi að gera eru algerlega merkingarlaus. Gildismat það sem þau eru reist á er eingöngu að rekja til tilfinninga þeirra sem láta þau frá sér. Lundstedt gengur jafnvel svo langt að halda því fram að það séu engar lagareglur yfirleitt.30 Þetta hefur sumum þótt sérkennileg fullyrð- ing og hafa menn nokkuð velt því fyrir sér hvað hann á við. Það er aug- ljóst að þetta ber ekki að taka bókstaflega og þýðir ekki annað en það að lögin veita oftar en ekki mjög takmarkaða leiðbeiningu þegar leysa á úr ágreiningsefni. Ennfremur hafnar hann því að til sé algildur siðferði- legur mælikvarði sem hægt sé að styðjast við. Dómarinn hefur þess vegna engar öruggar leiðbeiningar um það hvað sé „réttur“, „skylda“ o.s.frv. Jafnvel lagabókstafurinn sjálfur gefur aðeins óljósar leiðbein- ingar. Þegar talað sé um að tiltekinn einstaklingur hafi rétt til ein- hvers sé eini veruleikinn þar að baki sá, að sá hinn sami nýtur þægi- 29 Vilhclm Lundstedt: Superstition or Rationality in Action for Peacef, London 1925, s. 8. Sjá ennfremur Legal Thinking Revised, s. 6—7. 30 Sjá um þetta atriði Karl Olivecrona: „Legal Philosophy of Hagerström and Lundstedt", Scandinavian Studies in Law, (3), 1959, s. 138. 159

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.