Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 34
Annars vegar felur hún í sér fyrirmynd að ákveðinni hegðun, hins vegar er hún sett fram í tilteknu formi.44 Þetta má skýra með dæmi: 1 umferðarlögum er gert ráð fyrir að ekið sé á hægri vegarhelmingi. Fyrirmyndin um góða hegðun sem höfð er í huga er það að aka á hægri vegarhelmingi. Formið sem notað er, er eins konar boð, þ.e. ökumanni ber að aka á hægri vegarhelmingi. I framhaldi af þessu skilgreinir Olivecrona lagareglu sem sjálfstætt boð um tiltekna hegðun sem sett er fram til að kalla fram tiltekin sál- fræðileg áhrif hjá þegnunum.45 Til þess að kalla fram þessi sálfræði- legu áhrif er nauðsynlegt að leggja einhver viðurlög við hegðun sem ekki samræmist reglunni.46 Forsenda þess að hægt sé að ná fram þessum sálfræðilegu viðbrögð- um er afstaða þegnanna til laganna. Þessi afstaða lýsir sér í virðingu sem fólk almennt ber fyrir lögum. Olivecrona skýrir þetta nánar með rótgróinni virðingu fyrir stjórnarskránni, sem í flestum réttarríkjum er grundvöllur laga og réttar. 1 henni er tilteknum aðilum fengið í hend- ur vald til að setja ný lög, breyta lögum eða fella lög úr gildi. Virðing fyrir þessum reglum er svo almenn og mikil að texti sem saminn er og birtur í skjóli þeirra er fyrirvaralaust meðtekinn af þorra manna sem telja sér skylt að hlíta efni hans.46 Vegna þessarar rótgrónu virð- ingar eru lögin þess megnug að kalla fram þau sálfræðilegu áhrif sem stefnt er að með þeim og móta þannig hegðun manna og hugarfar. Það liggur auðvitað beint við að spyrja hvernig beri að skýra þessa rótgrónu virðingu. 1 Law as a Fact gengur Olivecrona einfaldlega út frá því sem staðreynd að slík virðing fyrir lagareglunum sé til staðar. 1 ritgerð sem hann skrifaði 1951 má finna hugleiðingar sem gefa vís- bendingu um það hvernig hann hugsar sér þetta.47 Þar leggur hann áherslu á valdbeitingu að baki lagareglum og telur hann að lagareglur séu í eðli sínu reglur um beitingu valds. Þetta sé forsenda þess að menn geti lifað saman. Hér er ekki eingöngu átt við viðurlögin sem liggja við brotum á lagareglum. Það sem hann á við er að með lagareglunum sé hegðun og hugarfar hins breiða fjölda þröngvað í ákveðinn farveg. Óttablandin virðing manna fyrir lögunum er þannig skýrð með skipu- legri og óaflátanlegri beitingu valds í gegnum alla sögu mannsins. 44 Law as a Fact, s. 115. 45 Orðasambandið „sjálfstætt boð“ er þýðing á enka orðasambandinu „independet impera- tive", sem Olivecrona notar. Sjá t.d. Law as a Fact, s. 128 og áfram. 46 Law as a Fact, s. 90. 47 Karl Olivecrona: „Rcalism and Idealism: Some reflections on the Cardinal Point in Legal Philosophy", New York University Law Review, (1951), s. 131. 164

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.