Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 57
um efni þeirra. Sannarlega skemmtileg og frumleg afmælisgjöf! Þessir fyrir- lestrar voru fluttir á málþinginu: 1. Arnljótur Björnsson: Bótaábyrgð framleiðanda og seljanda vegna hættu- legra eiginleika söluhlutar. 2. Jónatan Þórmundsson: Efnahagsbrot í atvinnustarfsemi lögaðila. 3. Stefán Már Stefánsson: Sjálfseignarstofnanir. 4. Þorgeir örlygsson: Viðurkenning erlendra dóma á íslandi. Þá stóð félagið í samvinnu við Dómarafélag íslands fyrir málþingi hinn 12. mars um gæsluvarðhald. Umræðuefni var skipt í fjóra málaflokka, þ.e.: 1. Gæsluvarðhald frá sjónarhóli réttargæslumanns. Framsögumaður Eirík- ur Tómasson hrl. 2. Gæsluvarðhald frá sjónarhóli rannsóknaraðila. Framsögumaður Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins. 3. Geta önnur réttarúrræði komið að einhverju leyti í stað gæsluvarðhalds? Framsögumaður Jónatan Sveinsson hrl. 4. Gæsluvarðhald og mannréttindasáttmálar. Framsögumaður Þór Vil- hjálmsson, hæstaréttardómari. Félaginu bárust 28 erindi, þar sem stjórnin var beðin umsagnar um leyfis- umsóknir til málflutnings fyrir héraðsdómi. Stjórnin mælti með 15 umsókn- um og ákvað að mæla ekki gegn 13 umsóknum, en þar var um að ræða lög- fræðinga í opinberu starfi, sem ber að afhenda dómsmálaráðuneytinu mál- flutningsleyfi sín, meðan svo er ástatt. Nýir félagar Lögmannafélagsins frá þvf á aðalfundi 1987 voru 23, þar af 8, sem leyst höfðu til sín eldri málflutningsréttindi og hafið lögmannsstörf. Á sama tíma fengu 5 héraðsdómslögmenn réttindi til málflutnings fyrir Hæsta- rétti. Af félagaskrá féllu 10. Félagar eru nú alls 305, eða 13 fleiri en á aðalfundi 1987. Héraðsdómslög- menn eru 184 og hæstaréttarlögmenn 121. Heiðursfélagar eru hæstaréttar- lögmennirnir Ágúst Fjeldsted og Egill Sigurgeirsson. 15 félagsmenn eru 70 ára og eldri og eru þeir samkvæmt samþykktum félagsins lausir undan skyldu til greiðslu árgjalda. Eins og undanfarin ár voru stjórnarfundir haldnir reglulega hvern miðviku- dag nema yfir hásumarið og um stórhátíðir. Alls voru haldnir 39 stjórnar- fundir og 289 málsatriði bókuð. Umtalsverður hluti af starfstíma stjórnar fór í afgreiðslu ýmiss konar kæru- og ágreiningsmála, er fyrir hana voru lögð. Alls bárust 46 slík mál frá aðal- fundi 1987, eða 13 fleiri en árið á undan. Mál þessi voru misjafnlega um- fangsmikil, en afgreiðsla þeirra var með þeim hætti, að úrskurðir voru kveðn- ir upp í 6 málum, 11 málum lauk með álitsgerðum, 5 mál voru afturkölluð, 17 mál voru felld niður, 1 máli var vísað frá, 1 máli lauk með sátt og 5 málum var ólokið. Eins og undanfarin ár kom Fréttabréf félagsins 5 sinnum út á starfsárinu. Birtast þar meðal annars úrskurðir og álitsgerðir stjórnar, sem talið er að hafi almennt gildi fyrir lögmenn. Þá er í Fréttabréfinu gerð grein fyrir öðrum störfum stjórnar og ýmsum þeim málum, sem tengjast störfum lögmanna. 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.