Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Side 25
er vandstikað og hugsanlega eitthvað mismunandi eftir brotategund- um. Almennt eru gerðar meiri kröfur til gáleysis í refsirétti en skaða- bótarétti. Löngum má halda því fram, að með meiri varúð eða virkara eftirliti fyrirsvarsmanna hefði mátt afstýra brotum og komast hjá tjóni. Augljóst er, að refsiábyrgð nær ekki til ófyrirsjáanlegs tjóns eða atvika, sem ógerlegt var að afstýra, en refsiábyrgð á athafnaleysi verður að takmarka enn frekar, þannig að vanræksla styðjist við ein- hver sérstök áþreifanleg atriði, er varða eðlilegar stjórnunarskyldur f yrirsvarsmanna.2 4 Refsiábyrgð fyrirsvarsmanna á saknæmu athafnaleysi byggist stund- um á skráðum réttarheimildum um eftirlitsskyldur, lögum og stjórn- sýslufyrirmælum. Er ábyrgðargi’undvöllurinn yfirleitt gleggri þar en endranær. 1 52. gr. hlutafélagalaga nr. 32/1978 segir m.a., að félags- stjórn fari með málefni félagsins og skuli annast um, að skipulag þess og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Enn fremur segir, að félagsstjórn skuli annast um, að nægilegt eftirlit sé haft með bók- haldi og meðferð fjármuna félagsins. Svipaðar skyldur hvíla á fram- kvæmdastjóra um bókhald og meðferð fjármuna. 1 eldri hlutafélaga- lögum nr. 77/1921 var efnislega hliðstætt ákvæði í 32. gr., sem alloft reyndi á í dómsmálum („umsjón með rekstri atvinnunnar"). H 1947:81. Eiginkona stjórnarformanns í hlutafélagi sat í stjórn þess sem meðstjórnandi. Hún tók mjög lítinn þátt í störfum þess og virðist hafa verið alveg ókunnug sakarefninu, þ.e. meint- um brotum gegn verðlags- og gjaldeyrislöggjöf. Ákærða var sýkn- uð í héraði, en sakfelld í Hæstarétti með svofelldum rökum: „Ákærða E. var ein af stjórnarmönnum h/f G. Verður að gera þær kröfur til hennar, að hún aflaði sér vitneskju um rekstur félagsins í höfuðdráttum. Átti henni því að vera kunnugt um verðlagsbrot félagsins, sem framið hafði verið að staðaldri um langan tíma. Verður þess vegna að telja, að hún hafi gerzt brot- leg við sömu lagaákvæði og hinir samákærðu ... “. H 1948:106. Þrír stjórnarmenn í hlutafélagi, einn þeirra stjórnar- formaður og framkvæmdastj óri, voru ákærðir fyrir brot gegn gjaldeyris- og verðlagslöggjöf. Meðstjórnendur voru eiginkona og mágur stjórnarformannsins. Ólöglegur innflutningur var ekki ræddur á stjórnarfundi, og meðstjórnendur réðu engu um hann. Annað þeirra hafði aldrei setið stjórnarfund og hitt eigi um eins 24 Knud Waaben: Det objektive b0deansvar. Ugeskrift for Retsvæsen 1986 B, bls. 292—294. 223

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.