Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 32
tímum eru sektir frekast bundnar við tiltekið margfeldi eða hlutfall af verðmæti því, sem brot beinist að. Slík ákvæði hafa týnt tölunni á síðustu árum og finnast nú helst í skattalöggjöfinni, sjá 107. gr. 1. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt; 25. gr. 1. nr. 10/1960, um söluskatt; 30. gr. 1. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda; 40. gr. 1. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. öll þessi ákvæði heimila margföldun að tilteknu marki (tíföldun), byggða á undandregnum skattstofnum eða skattfé (þar með talið fé, sem vanrækt er framtal eða greiðsla á). 1 þessum ákvæðum skattalaga er þó blandað kerfi, sumpart með bundnum sektum og sumpart venjulegum sektum. Enn fremur má nefna ákvæði úr fiskveiðilöggjöfinni, þar sem sektamörk eru miðuð við stærð skipa, sjá 17. gr. 1. nr. 81/1976, um veiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands. Sektargerðir lögi*eglustjóra og lögreglumanna bera keim af bundnum sektum, en þau einkenni fylgja þessum til- teknu handhöfum sektavalds. Loks skal hér getið 1. nr. 39/1914, um beitutekju (tiltekin sekt fyrir hvert skipti sem tilkynningarskylda er vanrækt, sbr. 2. gr. og greiðsla fyrir ólöglega tekinn skelfisk á tvö- földu gangverði, 3. gr.).14 Kostur við sektarákvarðanir af þessu tagi er sá helstur að tryggja sömu eða svipaða refsingu fyrir sams konar brot og stuðla jafnframt að hærri sektum og þar með virkari varnaði. Ökostur er það hins vegar, að almennar refsiákvörðunarreglur eiga hér illa við, svo sem málsbætur, þyngingarástæður, refsibrottfallsástæður, refsilækkunai’- eða refsihækkunarástæður. Óskylt er — og stundum óheimilt að hafa hliðsjón af greiðslugetu sökunauts eða efnahag, sbr. 51. gr. hgl. Marg- feldisákvæði gefa yfirleitt ríflegt svigrúm til ákvörðunar um efri mörk, en það er þó tæpast notað í framkvæmd, sbr. einnig orðalagið „allt að“ í fyrrgreindum ákvæðum skattalaga.15 4) Gullkrónusektir. 1 fiskveiðilöggjöfinni hefur lengi tíðkast að miða sektarfjárhæðir við gullkrónur, sem nú eru tengdar SDR-gengi.1G Með 14 Af eldri ákvæðum, sem nú eru fallin úr gildi, má nefna: 6. gr. 1. nr. 58/1960 (margfeldi af ólöglega teknum eða áskildum okurágóða), 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969 (400 kr. sekt á hvern lítra ólöglega innflutts áfengis), 2. gr. 1. nr. 23/1914 (tiltekin sekt fyrir hvert ólöglega veitt dýr eða drepið). 15 Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við skattlagabrotum og skattlagning eftir á. Tímarit lögfr. 1973, bls. 45-46. 16 Með SDR er átt við þá alþjóðlegu verðmæliseiningu (sérstök dráttarréttindi), sem Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn notar, sbr. 7. mgr. 177. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Eitt SDR jafngildir nú 2.2039 gullkrónum. 238

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.