Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Qupperneq 40
Skattsektir geta á grundvelli lögtaks með stoð í greindum heimildum notið þess forgangsréttar að vera utan skuldaraðar, sbr. 24. gr. 1. nr. 6/1978. Komi krafa sektarinnheimtuaðila fyrst fram í þrotabú gjald- þegns, verður lögtak ekki gert skv. 1. mgr. 24. gr. 1. nr. 6/1978,34 og um lögtak gert á síðustu 6 mánuðum fyrir frestdag, sjá 58. gr. lag- anna.35 4) Greiðsluábyrgð annarra en sökunauts. Ekki er leyfilegt, án sér- stakrar lagaheimildar, að krefjast greiðslu sektar úr dánarbúi söku- nauts, né að innheimta sekt hjá nokkrum öðrum en sökunaut sjálfum, sbr. 4. mgr. 52. gr. hgl. Af þessari reglu leiðir, að aðrir en sökunautur geta ekki orðið ábyrgir fyrir greiðslu sektar, sem hann einn hefur unnið til. Þannig er óheimilt að veita sökunaut greiðslufrest gegn ábyrgð eða tryggingu frá þriðja manni. Sektargreiðslu má ekki heldur tryggja með kyrrsetningu, nema svo sé sérstaklega mælt í lögum, sbr. 4. mgr. 6. gr. 1. nr. 18/1949, um kyrrsetningu og lögbann.30 Reglur þessar um persónubundin viðurlög sökunauts37 markast af því, að sekt nær ekki tilgangi sínum sem refsing, ef hún bitnar á öðrum en þeim, sem til hennar hefur unnið. Ef sökunautur andast, áður en fésekt er greidd, má ekki greiða sektina úr dánai’búi hans, nema heimild sé til þess í lögum, sbr. 4. mgr. 52. gr. hgl. Til þess liggur sú augljósa ástæða, að sektin mundi lenda á erfingjum sökunauts. Almenna reglan er sú, að dómi, úrskurði eða sátt um refsingu og ýmis refsikennd viðurlög verður ekki fullnægt eftir andlát sakfellds manns, nema lagaheimild sé til annars, sbr. 1. mgr. 88. gr. b. hgl. Lagaheimildir til frávika er að finna í 2. og 3. mgr. 83. gr. b. (eignarupptaka o.fl.) og í skattalögum, sjá 3. mgr. 107. gr. 1. nr. 75/1981, 3. mgr. 25. gr. 1. nr. 10/1960, 4. mgr. 30. gr. 1. nr. 45/1987 og 3. mgr. 40. gr. 1. nr. 50/1988. Fésekt má ekki innheimta hjá öðrum en sökunaut sjálfum, nema lög standi til annars, sbr. 4. mgr. 52. gr. hgl. Um lögheimiluð frávik sjá t.d. 17. gr. 1. nr. 57/1956, um prentrétt (fésekt dæmd á hendur ritstjóra blaðs eða tímarits verður innheimt með fjárnámi hjá út- gefanda ritsins). f reynd er ekki unnt að koma í veg fyrir, að sak- lausir menn hlaupi undir bagga með sökunaut, t.d. vinir, vandamenn 34 Jónatan Þónnundsson: Viðurlög við skattlagabrotum og skattlagning eftir á. Tímarit lögfr. 1973, bls. 34. 35 Stefán Már Stefánsson: íslenskur gjaldþrotaréttur. Rvík 1982, bls. 98—101. 36 Kyrrsetningarheimild 144. gr. 1. nr. 74/1974 tekur ekki til fésekta. 37 Jónatan Þórmundsson: Refsiábyrgð á efnahagsbrotum f atvinnustarfsemi lögaðila. Tíma- rit lögfr. 1988, bls. 221. 246
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.