Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 44
alltaf með sömu dagatölu. 1 framkvæmd er samt gjarna stuðst við taxtabundnar ákvarðanir.46 Vararefsingar skal getið í dómsorði eða dómsátt, sbr. 1. mgr. 54. gr. hgl. og 2. tl. 1. mgr. 112. gr. oml. 4) Framkvæmd vararefsingar. Þeir, sem afplána vararefsingu fé- sekta, skulu vistaðir í afplánunarfangelsum eins og þeir, sem dæmdir eru í fangelsi eða varðhald, sbr. 3. mgr. 3. gr. 1. nr. 48/1988, um fang- elsi og fangavist. Gilda því um sektaafplánunarfanga hin almennu ákvæði um fangavist og agaviðurlög, sbr. 7. gr. laganna. Eins og áður er fram komið, er það ekki lagt á vald fullnustuaðila að ákveða tímalengd sektaafplánunar. Ilins vegar er sú regla lögfest í 3. mgr. 54. gr. hgl., að hafi hluti sektar verið greiddur, áður en til afplánunar kom, ákveði valdsmaður (þ.e. lögreglustjóri) styttingu afplánunartíma að sama skapi, en þó þannig, að hann verði ekki styttri en 2 dagar og að sektarfjárhæð, sem svarar til hluta úr degi, afplánist með heilum degi. Þó að lögin geti þess ekki, styðst það við gamla venju, að fangi, sem afplánar sekt 1 refsivist, geti hvenær sem er leyst sig úr refsivistinni með því að greiða sektina að fullu. Ákveð- ur lögreglustjóri þá, hversu mikill hluti sektarinnar skuli teljast af- plánaður.47 Fangar, sem afplána vararefsingu, skulu látnir lausir um sama leyti dags og afplánun hófst, sjá 2. mgr. 29. gr. 1. nr. 48/1988. RITASKRÁ Alternativer til frihedsstraf. NU A 1980:13. Áfangaskýrsla Norrænu refsilaganefndarinnar. Alþingistiðindi 1939, A-deild. Ármann Snævarr. Þœttir úr refsirétti II. 2. útg. fjölr. Rvík 1974. Árni Vilhjálmsson. Um fésektir. Fylgiskjal með lagafrumvarpi. Alþingistíðindi 1975—76, A-deild, bls. 1258-1259. Bötestraffet. NU A 1975:5. Skýrsla Norrænu refsilaganefndarinnar. Dómsmálaskýrslur fyrir árin 1975—77. Rvík 1983. Hurwitz, Stephan. Den danshe Kriminalret, Alm. del. 4. litg. Kliöfn 1971. íslenzkar dómaskrár, III. bindi. Rvík 1958—1961. Jónatan Þótmundsson. Viðurlög við skattlagabrotum og skattlagning eftir á. Timarit lög- frreðinga 1973, bls. 29—58. — Oþinbert réttarfar, 1. hefti. 2. útg. fjölr. Rvík 1979. — Hagsmunaárekstur. Timarit lögfrœðinga 1988, bls. 133—134. — Refsiábyrgð á efnahagsbrotum í atvinnustarfsemi lögaðila. Timarit lögfrœðinga 1988, bls. 207-233. Olafur Jóhanncsson. Skiþtaréttur. Rvík 1954. Stefán Már Stefánsson. fslenskur gjaldþrotaréttur. Rvík 1982. 46 íslenzkar dómaskrár, III. bindi. Rvík 1958—1961, bls. 103—108. 47 Þórður Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 61. 250

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.