Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 4

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 4
Heimurinn allur er vettvangur fyrir íslenskt hugvit ísbú hf. haföi á nýliðnu ári milligöngu um sölu á vörum og hugviti til Kamtsjatka fyrir um 400 milljónir króna Jens H. Valdimarsson er fœddur og upp- alinn á Bíldudal. Hann Itefur stundað út- gerð og fiskvinnslu hér heima. Þá var hanti um tveggja ára skeið ráðgjafi hjá sjávanitvegsfyrirtoeki í Cliile. Hann rekur nú fyrirtœkið ísbú hf. í félagi við Björn Ágiist Jónsson. ísbú hefur haslað sér völl á sviði sjávanitvegs á Kamtsjatka í Rúss- landi og í Seattle í Bandaríkjunum. ísbú hf., fyrirtæki Jens H. Valdi- marssonar og Björns Ágústs Jónssonar rekur umfangsmikla starfsemi á Kamtsjatka í Rússlandi. I tengslum við hana reka þeir viðgerðarstöð í Seattle í Bandaríkjunu þar sem gert er við rúss- nesk skip. Þá hafa þeir einnig gert samning viö bandarískt fyrirtæki um útgerð skipa sem stunda krabbaveiðar við Kamtsjatka. Fyrirtœki stofnaö í Rússlandi Viðskiptin við Kamtsjatka hófust fyrir atbeina Útflutningsráðs og í fyrstu hafði ísbú hf. milligöngu um sölu véla og tækja, auk þess sem starfsmenn frá Kamtsjatka voru til þjálfunar hér á landi á vegum ísbús hf. Þessi fyrirgreiðsla leiddi til þess að ísbú hf. stofnaði fyrirtæki á Kamtsjatka í fé- lagi við þarlenda sem nefnist Tamara Ltd. Upprunalega voru 62% hlutafjár í fyrirtækinu í eigu íslendinga en nú eiga þeir um helming. Rússnesku hlut- hafarnir eru almenningsfyrirtæki og einstaklingar á Kamtsjatka og í Moskvu. Tamara Ltd. og ísbú hf. hafa síðan gert með sér samning um margs konar samstarf. Kenna Rússum rétt vinnubrögð „Samningur okkar við Tamara Ltd. er þannig að menn frá okkur munu dveljast á Kamtsjatka og taka að sér stjórnun á ýmsum sviðum," segir Jens H. Valdimarsson. Tamara Ltd. hefur gert þjónustusamning viö fyrirtækið UTRF sem aftur er hluthafi í Tamara. UTRF gerir út um 70 skip. Við höfum verið með menn um borð í verk- 4 ÆGIR JANÚAR 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.