Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 9
inni vegna einhverrar skriffinnsku. Fiskurinn var kominn um borb í skip- ið og þú getur rétt ímyndað þér and- litið á okkur þegar öllu var skipað á land aftur vegna þess að þab vantaði einhvern stimpil. Á sama tíma lentum við í því að annaö skip sem búib var ab lesta fisk frá okkur til Bandaríkj- anna er kyrrsett af hernum vegna þess að skipið hafði farið með stefnið inn á eitthvert bannsvæði. Þetta gerist í ágúst og þab Iíöa tveir mánuðir þang- að til skipið fær að fara og fiskurinn okkar á hafnarbakkanum allan tím- ann. Þetta voru allt afurðir sem við vorum búnir að leggja út fyrir. Því er ekki ofsögum sagt að meðan á þessu stóð höfum vib ekki legiö á hnjánum heldur maganum." Hœttulegur rekstur „Mabur spurði sjálfan sig oft meban á þessu stób hvort maður væri virki- lega á réttri leið. Við vorum búnir að leggja ísbú algjörlega undir og búnir að taka út allt handbært fé hér heima. Þá höfðum við báðir félagarnir verið þarna úti meira og minna allt árið. Þá skulduðum við vinnulaun til íslend- inganna sem vib höfðum fengiö til að koma út til okkar og eitthvað það hræðilegasta sem maður getur lent í er að geta ekki borgað laun. — En svo leystist þetta. Fiskurinn fór af stað og við náðum einum fimm til sex hund- ruð tonnum sem okkar menn gátu framleitt til vibbótar og því má segja að þetta hafi bjargast. Við héldum áfram rekstri og gátum borgað það sem okkur bar. En þetta kennir manni og undirstrikar hve þetta er hættuleg- ur rekstur. Þarna eru hlutir á ferðinni sem við getum á engan hátt stjórnað og ráðum ekkert vib." Reglum breytt í sítellu „Það getur verið mjög hættulegt að gera samninga við Rússa. Þeir virða ekki samninga frekar en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á. Ekki vegna þess að þeir vilji ekki virða samning- ana heldur vegna þess að ytri aðstæb- ur breytast ört og skyndilega vegna stjórnvaldsaðgerða eða duttlunga embættismanna. Menn standa uppi algjörlega varnarlausir gagnvart þessu. Það er alveg ljóst að á þessu ári mun- um við verða mun varkárari." Nauðsynlegt að tara varlega Ett hvaða möguleika sérðu í þessum viðskiptum, bceði fyrir ykkur og aðra? „Ég held að maður muni gæta sín mun betur á því hve mikið fjármagn maður bindur þarna þó svo að maöur geri sér grein fyrir þvi ab eitthvert fjár- magn verður að vera í spilinu. Ég er þeirrar skoðunar að Islendingar verði að fara mjög varlega. Við eigum ýmis- legt til að bjóða Rússum, en ég held að á þessu ári og eitthvað fram á næsta ár muni ríkja upplausn í Rússlandi. Ríkis- fyrirtækin sem verið er ab einkavæða eru komin í mjög erfiða stöðu. Þau hafa fjárfest allt of mikið á síðasta ári og á árinu þar á undan. Það sem við ættum að gera er ab bíta á jaxlinn og halda sjó meðan allt þetta brambolt gengur yfir. Ef okkur tekst það og verðum tilbúnir þegar grasið fer að gróa á ný ætti dæmið að ganga upp. Við erum þekktir þarna og fólkið mun virða það við okkur ef við þraukum og þá held ég ab við munum blómstra. Ég er sannfærður um að við munum fá mörg verkefni. Stóm tæki- færin bíða eftir okkur ef við þrauk- um." íslendingar þeir einu sem hafa þraukað Em aðrar þjóðir að bjóða það sama og við? „Já, en við emm engu að síður eina þjóðin sem hefur þraukað og er með starfandi fyrirtæki í héraðinu. Okkar menn eru alltaf til staðar. Japanir, til ab mynda, hafa reynt fyrir sér þarna, en sá er munurinn á þeim og okkur að þeir koma, skrá sig inn á hótel, koma til funda en em svo farnir. Bandaríkja- menn hafa haft sama hátt á og hafa gefist upp. Við erum eina þjóðin sem hefur þraukað þarna. Þetta byggist kannski á því að veðr- átta á Kamtsjatka er ekki ólík því sem gerist hér á landi. Veturnir em kaldir, en hins vegar er staðviðrasamt. Okkur hefur tekist að samlagast aðstæöum þarna og starfsmenn okkar sem hafa farið þangað hafa staöið sig mjög vel og fallið vel inn í hópinn." Rússar lœra hratt Nú benda menn á að Rússar hafi búið við keisaraveldi og síðan komm- únisma og að vestrœnt viðskiptahugar- far sé þeim víðsfjarri. Hvert er álit þitt á því? „Ég held að Rússar muni læra ákaf- lega hratt. Ég er þeirrar skoðunar við ættum ekki ab vanmeta þá í þessu til- liti. Munurinn á þeim annars vegar og þjóðum Rómönsku-Ameríku hins veg- ar, og þá dæmi ég á gmndvelli tveggja ára dvalar í Chile, er menntunin. Rússar eru miklu betur menntaðir og mabur hefur á tilfinningunni að þeir hafi beðið iengi eftir því að verða sleppt lausum. Á sama tíma gætir hjá þeim sofandaháttar. Ef til vill mætti segja ab þeir séu að bíba eftir því að einhver skjóti af byssunni til þess að þeir geti hlaupib af stað. Þeir eru jú vanir því að skipunin komi einhvers staðar frá." Megum ekki skjóta yfir markiö „En ef menn halda að þeir geti snuðab Rússa í viðskiptum eða farið á bak við þá, þá eru þeir á villigötum. Þeir eru stöðugt að læra. Ég veit að nokkur fyrirtæki á meginlandi Evrópu hafa verið ab selja þeim tæki og tól á verði sem er út í hött. Þab er hins veg- ar liðin tíð. Þeir fá tilboð alls staðar frá og menn hér heima á íslandi verða ab passa sig á því ab skjóta ekki yfir markiö. Þá verður þeim einfaldlega ýtt út af borðinu." Fiskvinnslan á langt í land En gceti þessi skriffitmska öll sötnul orðið þeim fjötur um fót og leitt til þess að fyrirtœki á Vesturiöndum gefist upp á viðskiptunum við Rússa? „Jú, það er alveg klárt mál. Og það er líka klárt mál að það er langt í það að þeir fari að umgangast fisk með virðingu. Við erum búnir að berjast þarna hjá þeim með menn um borb í skipunum þeirra í heilt ár en þessi mál ÆGIR JANÚAR 1994 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.