Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 14
■ 19. VINNSLA í GANG Á BÍLDU- DAL. Vinna hefst hjá nýstofnuðu fiskvinnslufyrirtæki á Bíldudal, Sæ- frosti hf., sem stofnað hefur verið af tólf heimamönnum. Gengið hefur verið frá kaupum Sæfrosts á eignum Fiskvinnslunnar sem varð gjaldþrota 15. júlí á síðasta ári. ■ 22. NÝTT FYRIRTÆKI Á SIGLU- FIRÐI. Hlutafélagið Sæbær, eign um 20 einstaklinga á Siglufirði, kaupir fiskverkun Sigurðar Jónssonar á Siglu- firði. ■ 29. RALLIÐ VELDUR VON- BRIGÐUM. Samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðum togararalls Hafrann- sóknastofnunar eru litlar líkur á að hægt verði að auka þorskaflann á næsta fiskveiðiári. mmm ■ 1. LAUN LÆKKUÐ í EYJUM. Ákveðið að lækka laun 50-60 stjórn- enda og skrifstofumanna ísfélagsins hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum vegna erfiðleika í rekstri. Um er að ræða laun sem ekki eru bundin töxtum verkalýösfélaga og nemur lækkunin mest um 20 af hundraði. ■ 2. TVÍHÖFÐI TALAR. Tillögur nefndar um mótun sjávarútvegs- stefnu, svonefndrar tvíhöfðanefndar, gerðar heyrum kunnar. ■ 2. ÚR LOKUÐU í OPIÐ. Aðal- fundur íslenskra sjávarafurða hf. sam- þykkir að breyta fyrirtækinu úr lok- uðu hlutafélagi í opið hlutafélag, þannig að engar skorður verði á fram- sali hlutabréfa. ■ 3. NÝ KORT FYRIR SKYLDUNA. Ný kort gefin úr fyrir Tilkynninga- skyldu Slysavarnafélags íslands. Nýju kortin eru tíu í stað eins áður og tekur hvert um sig til ákveðins svæðis. Öll saman ná þau yfir grunnslóðina um- hverfis landið. ■ 15. VINNSLA í BOLUNGARVÍK. Vinnsla hefst á ný í rækjuvinnslu þrotabús Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík. Tveir Bolvíkingar hafa tekið vinnsluna á leigu. ■ 16. ÞJÓÐ- VERJARNIR KOMA. Fyrsti togar- inn í eigu Mechlen- burger Hochsee- fischerei í Rostock, sem Útgerðarfélag Akureyringa hefur eignast meirihluta í, landar á Akureyri. ■ 20. BYGGÐA- STOFNUN KAUPIR GEYSI. Byggða- stofnun kaupir línu- bátinn Geysi BA á Bíldudal á nauðung- amppboði fyrir 110 milljónir króna. Hann verður fyrst um sinn leigður til aðila á Bíldudal, en hann var í eigu Út- gerðarfélags Bíld- dælinga hf. ■ 22. ÚTFLUTN- INGSVERÐLAUN FORSETANS. ís- lenskar sjávarafurð- ir hf. hljóta Útflutn- ingsverðlaun for- seta íslands 1993. Þetta er í fimmta sinn sem þessi við- urkenning er veitt. ■ 26. NÝ RÆKJUVERKSMIÐJA í STYKKISHÓLMI. Vinnsla hefst í nýrri rækjuverksmiðju Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi. Alls vinna um 45 manns í verksmiðjunni. ■ 29. BAKKAFISKUR GJALD- ÞROTA. Fyrirtækið Bakkafiskur hf. á Eyrarbakka tekið til gjaldþrotaskipta að beiðni eigenda. ■ 30. FISKKAUP FÆRA ÚT KVÍ- ARNAR. Fiskkaup hf. taka i notkun nýja saltfiskverkun í 2500 fermetra húsnæði við Reykjavíkurhöfn. Hús- næðið var áður í eigu Ríkisskipa. Fyr- irtækið hyggst færa út kvíarnar í salt- fiskverkun eftir ab einkaleyfi SÍF á út- flutningi var afnumið um síðustu ára- mót. ■eszih ■ 1. SAMHERJI TÍU ÁRA. Útgerðar- félagið Samherji hf. á Akureyri minn- ist tíu ára afmælis síns. ■ 2. MINNSTI ÞORSKAFLI í ALD- ARFJÓRÐUNG. Þorskaflinn í apríl varð sá minnsti í 25 ár samkvæmt töl- um Fiskifélags íslands. Alls veiddust um 18.600 tonn. Mestur varð aflinn í þessum mánubi árið 1970, liðlega 122 þúsund tonn, eba meira en sexfalt meiri en nú. ■ 3. NÝR FORMAÐUR STJÓRNAR ÚA. Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, kjörinn formaöur stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa hf. í stað Sverris Leóssonar. 14 ÆGIR JANÚAR 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.