Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 17
gerðarfyrirtækis breytt hér á landi. Þá hafa Fiskafurðir hf. gert einkasölu- samning við rússnesku útgerðina um sölu á öllum þeim afurðum sem unn- ar verða um borð í togurunum. ■ 30. SKJÖLDUR SELDUR. Þormóð- ur rammi hf. á Siglufirði selur Skag- firðingi hf. á Sauðárkróki meirihluta sinn í útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækinu Skildi hf. á Sauðárkróki. Kaupverð er 83,5 milljónir króna. ■ 31. SJÁVARBORG TIL SVÍÞJÓÐ- AR. Fiskveiðasjóður selur loðnuskipið Sjávarborg GK-60 til Svíþjóðar. Sölu- verð er liðlega hundrað millj. króna. SEPTEMBER ■ 1. BESTI ÁRGANGURINN í SJÖ ÁR. Fyrstu niðurstöður seiðatalning- ar Hafrannsóknastofnunar benda til þess að þorskárgangurinn í ár sé sá besti sem mælst hefur síðustu sjö árin. ■ 2. GJALDÞROT Á BÍLDUDAL. Útgerðarfélag Bílddælinga hf. lýst gjaldþrota að beiðni sýslumannsemb- ættisins á Patreksfirði. ■ 6. AUKNING Á RÚSSAFISKI. Rússnesk fiskiskip hafa landað um fimm þúsund tonna afla hérlendis þab sem af er árinu, á móti sex þús- und tonnum allt síðasta ár. ■ 7. EINAR ODDUR HÆTTIR. Ein- ar Oddur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Hjálms hf. á Flateyri, tilkynnir á aðalfundi fyrirtækisins ab hann muni láta af störfum innan tíöar. Hann hefur gegnt störfum fram- kvæmdastjóra Hjálms í aldarfjórð- ung. Eiríkur Finnur Greipsson ráðinn framkvæmdastjóri í stað Einars Odds. ■ 8. SJÓKORT Á GEISLADISKI. Sjó- kort íslands og Færeyja, ásamt ellefu landakortum, gefin út á geisladiski fyrir Macsea-notendur. ■ 9. SEGIR SIG ÚR STJÓRN FFSÍ. Reynir Traustason, formaður Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Bylgj- unnar á Vestfjörbum, segir sig úr stjórn Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands vegna óánægju með starfsemi sambandsins. ■ 9. GRÆNLENSKUR TOGARI TIL DALVÍKUR. Snorri Snorrason, út- gerðarmaður á Dalvík, festir kaup á 475 brúttólesta grænlenskum rækju- frystitogara. Togarinn fær nafnið Baldur EA-108. ■ 10. BORGEY SELUR STOKKS- NES. Kirkjusandur hf., sem Lands- bankinn eignabist að fullu meb yfir- töku eignarhaldsfélagsins Hamla á eignum Sambandsins, kaupir togar- ann Stokksnes af Borgey hf. á Höfn í Hornafirði með 1464 þorskígilda- tonna kvóta fyrir 332 milljónir króna. Kirkjusandur hefur jafnframt leigt Samherja hf. á Akureyri skipið í einn mánuð. ■ 15. SJÁVARÚTVEGSSÝNING í REYKJAVÍK. Fjórða alþjóðlega sjávar- útvegssýningin hefst í Laugardalshöll í Reykjavík. Yfir 300 erlend fyrirtæki frá 24 löndum, auk 150 íslenskra fyr- irtækja, taka þátt í sýningunni sem stendur í fimm daga. Búist er við tólf þúsund gestum í Laugardalinn. ■ 17. HRÖNN LÆTUR SMÍÐA FYRSTITOGARA. Hrönn hf. á ísafirði gerir samning við skipasmíðastöbina í Flekkefjord í Noregi um smíði á nýj- um frystitogara í stað ísfisktogarans Guðbjargar ÍS-46. Skipið, sem er um 2100 tonn að stærð, verður afhent í september á næsta ári og kostar um 1440 milljónir króna. ■ 18. KALDBAKUR LEITAR NAUÐASAMNINGA. Kaldbaki hf. á Grenivík, sem rekur frystihús á staðnum, hefur verið veitt heimild til þess að leita nauðasamninga. ■ 20. SMUGAN RÆDD í REYKJA- VÍK. Utanríkisráðherrar íslands og Noregs ræða smugudeiluna í Reykja- vík. Engin niöurstaða fékkst en emb- ættismenn þjóbanna munu halda viðræðum áfram á næstunni. ■ 23. VEIÐIBANN í HLUTA SMUG- UNNAR. Sjávarútvegsráðherra bann- ar allar veiðar á svæbi í suðvestur- hluta Sinugunnar til áramóta. Ástæð- an er mikill smáfiskur í afla íslensku togaranna sem verið hafa á því svæði sem lokað hefur verib. ■ 24. ARNAR ENDURKJÖRINN. Arnar Sigurmundsson endurkjörinn formaður Samtaka fiskvinnslustöbva á aðalfundi samtakanna í Stykkis- hólmi. ■ 27. RÚSSAR MÓTMÆLA SMUGUVEIÐUM. Sjávarútvegsráð- herra Rússlands mótmælir harðlega veiðum íslenskra skipa í Smugunni á fundi með Þorsteini Pálssyni sjávar- útvegsráðherra í Moskvu þar sem Þorsteinn er nú í opinberri heim- sókn. ■ 28. BLÆNGUR KOMINN TIL NESKAUPSTAÐAR. Blængur NK- 117, nýr frystitogari Síldarvinnslunn- ar í Neskaupstað, kemur í fyrsta sinn til heimahafnar. ■ 29. SÍLDVEIÐAR HAFNAR. Gull- berg VE fær fyrstu síldina á vertíð- inni, tuttugu tonn, suður af Skarðs- fjöru. Tólf skip hafa nú leyfi til síld- veiba í flotvörpu. m 4. 200 MILLJÓNIR Á EINUM MÁNUÐI. Aflaverðmætib í Smug- unni er nú orðið hátt í 200 milljónir króna þann rúma mánuð sem ís- lenskir togarar hafa verib þar ab veið- um. Alls hafa togararnir veitt um eitt þúsund tonn. ■ 5. ÁRNI ÓF SELDUR TIL BÍLDU- DALS. Togbáturinn Árni ÓF-43, sem Byggðastofnun og Sparisjóður Ólafs- fjarðar eignuðust fyrr á þessu ári á nauðungaruppboði fyrir 73 milljónir króna, seldur Sæfrosti hf. á Bíldudal fyrir 72 milljónir króna. Með bátnum fylgir 212 þorskígildistonna kvóti en 150 tonna úthafsrækjukvóta er hald- ib eftir og er hann til sölu. ■ 6. GRÆNFRIÐUNGAR TRUFLA VEIÐAR. Grænfribungar af skipinu Sóló hefja aðgerðir gegn íslensku tog- urunum í Smugunni. Landssamband íslenskra útvegsmanna og samtök - sjómanna munu kæra framferði Grænfribunga til Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar. ■ 12. SÍF ORÐIÐ HLUTAFÉLAG. SÍF hf., hlutafélag meb 484 milljóna

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.