Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 18
króna hlutafé, tekur formlega við eignum og rekstri Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda eftir að sex- tíu ára starfi sölusambandsins hafði verið slitið á sérstökum skilafundi. Um 700 hluthafar standa að SÍF hf. ■ 12. 30 ÁRA ÁFANGI. Útvegs- mannafélag Norðurlands minnist þrjátíu ára afmælis síns. ■ 14. 600 MILLJÓNIR ÚR SMUG- UNNI. Nú er áætlað að um fjögur þúsund tonn af slægðum fiski séu komin úr Smugunni í Barentshafi. Verðmæti aflans er áætlað um 600 milljónir króna. ■ 18. SJÓPRÓF VEGNA GRÆN- FRIÐUNGA. Sjópróf haldin hjá Hér- aðsdómi Austurlands á Egilsstöðum vegna þeirra atburða í Smugunni er menn úr áhöfn grænfriðungaskipsins Sólós trufluðu veiðar Snæfugls SU frá Reyðarfirði. ■ 24. DEILT UM SJÁVARÚTVEGS- MÁL. Hart deilt um sjávarútvegsmál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn er í Reykjavík. Ágreiningi vísað til miðstjórnar flokksins. ■ 25. HÓTAR AFSÖGN. Umhverfis- ráðherra hótar afsögn á ríkisstjórnar- fundi vegna deilna við sjávarútvegs- ráðherra um ákvæbi varöandi smá- bátaveiðar í frumvarpi um stjórn fisk- veiða. ■ 26. ALDAN ALDAR GÖMUL. Eitt hundrað ár liðin frá stofnun Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öld- unnar í Reykjavík. ■ 27. GRANDI KAUPIR NÝJAN FRYSTITOGARA. Grandi hf. festir kaup á nýjum frystitogara í Noregi. Hann verður afhentur í lok nóv- ember. Kaupverð er 570 milljónir króna. ■ 27. ÍSHÚSFÉLAGIÐ KAUPIR ARNARNÚP. íshúsfélag ísfirbinga hf. kaupir hlutabréf Fáfnis hf. á Þingeyri í Arnarnúpi hf., en það félag gerir út togarann Framnes ÍS. Fyrir áttu íshús- félagsmenn helming hlutabréfa í fyr- irtækinu. ■ 29. KRISTJÁN ENDURKJÖRINN HJÁ LÍÚ. Kristján Ragnarsson endur- kjörinn formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna á aöalfundi sambandsins í Reykjavík. mmmwm m 1. FORMAÐUR SJÓMANNA- DAGSRÁÐS. Guðmundur Hallvarðs- son alþingismaður kjörinn formaður Sjómannadagsráðs í stað Péturs Sig- urðssonar sem gegnt hefur starfinu í 31 ár og baðst undan endurkjöri. ■ 2. SH MEÐ STARFSEMI Á IND- LANDI. Sölumiðstöð hrabfrystihús- anna og indverska fyrirtækið Tikkoo Corporation undirrita samning um stofnun samstarfsfyrirtækis á Indlandi um veiðar og vinnslu á fimmtíu þús- und tonnum af túnifski á ári. Þetta er um fjórðungur þess sem talið er óhætt að veiöa af túnfiski innan ind- verskrar landhelgi. ■ 3. FISKIÞING. Áttugasta Fiskiþing hefst í Reykjavík. ■ 5. VENUS Á SÍLD MEÐ TROLL. Frystitogarinn Venus frá Hafnarfirði heldur til síldveiða meb flot- eða botntrolli. ■ 8. RARIK LÆKKA VERÐ TIL SKIPA. Rafmagnsveitur ríkisins ákveða að lækka raforkuverb til fiski- skipa um 25-30% frá og meb áramót- um. Verð á raforku til skipa í höfnum hefur til þessa verið það hátt ab það hefur borgað sig ab keyra dísilvélar um borð til að framleiða raforku. ■ 10. NÝTT SKIP TIL FÁSKRÚÐS- FJARÐAR. Nýr skuttogari kemur til Fáskrúðsfjarðar. Skipið er keypt frá Englandi og heitir Ottar Birting, rúm- lega 800 rúmlestir að stærð. Skipið er í eigu Skriðjökuls hf. sem veröur skráð á Fáskrúðsfirði. Sjálft skipið er hins vegar skráb í Panama, en verbur með heimahöfn á Fáskrúðsfirði. ■ 13. ARTHUR ENDURKJÖRINN. Arthur Bogason endurkjörinn for- maður Landssambands smábátaeig- enda á aöalfundi sambandsins í Reykjavík. ■ 11. JÓN SALTAR í GRÍMSEY. Jón Ásbjörnsson undirbýr fiskverkun í Grímsey. Framleiðslan í Grímsey verður flutt beint út á saltfiskmarkaði á Spáni. ■ 12. LOÐNUKVÓTI AUKINN. Haf- rannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn á vertíðinni verði auk- inn í 1250 þúsund lestir. ■ 13. SAMVINNA í SJÁVARÚT- VEGI. Háskóli íslands og Vestmanna- eyjabær hafa gert með sér samkomu- lag um samstarf á sviði rannsókna og þróunar, einkum á vettvangi sjávarút- vegs. ■ 13. HELGI ENDURKJÖRINN HJÁ VÉLSTJÓRUM. Helgi Laxdal endur- kjörinn formaður Vélstjórafélags ís- lands á aðalfundi félagsins. ■ 18. HÆSTIRÉTTUR STAÐFESTIR. Hæstiréttur staðfestir niðurstöbu Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá 3. júní í máli ríkissjóðs gegn Hrönn hf. á ísafirði. ■ 18. MAGNÚS VILL LOSNA. Magnús Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sölusambands íslenskra fisk- 18 ÆGIR JANÚAR 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.