Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 21
STJÓRNVÖLD ENDURSKOÐI AFSTÖÐU SÍNA TIL FISKIFÉLAGS ÍSLANDS Á 52. Fiskiþingi í nóvember var samþykkt áskorun til sjávarútvegsráðuneytisins þar sem segir ab Fiskifélag Is- lands og Fiskiþing hafi verið og séu einn mikilvægasti vettvangur skobanaskipta í sjávarútvegi. Því harmi þingið þá afstöbu stjórnvalda ab telja Fiskifélag íslands ekki lengur verbugan þátttakanda í umræbu um hin ýmsu málefni fiskveiba og vinnslu, hvort heldur þau sendi erindi til umsagnar félagasamtaka tengdum sjáv- arútvegi eba bobi til funda um málefni sjávarútvegsins. Fiskiþing skorar á stjórnvöld ab breyta afstöbu sinni til Fiskifélagsins. Tœknideildin efld Fiskiþing bendir á ab tæknideild Fiskifélags íslands gegni svipubu hlutverki fyrir fiskiskipaflotann og Rannsókna- stofnun byggingaribnaðarins fyrir byggingariðnabinn og Iðntæknistofnun fyrir ibnabinn. f ályktun þingsins segir: „Tæknideildin er eini aðilinn innanlands sem stundar ein- hverjar marktækar rannsóknir varbandi fiskiskip. Tækni- deild Fiskifélagsins gegnir því mikilvægu þjóbhagslegu hlut- verki. Þingib skorar á sjávarútvegsrábherra og Alþingi að gera Fiskifélaginu kleift með fjárframlögum að leggja áfram áherslu á rannsóknaþáttinn í starfsemi tæknideildar, hlib- stætt því sem stjórnvöld leggja til vegna rannsókna annarra atvinnugreina." Samningur um Fiskistofu endurskoöaöur Fiskiþing telur nauðsynlegt ab endurskoba samning Fiski- félags íslands vib Fiskistofu og ab hann verbi gerbur til lengri tíma en eins árs. Þá telur þingið ab starfsmenn Land- helgisgæslunnar eigi að sinna veibieftirliti í ríkari mæli en nú er, í stað Fiskistofu. Þá vill þingib að hreinlætiseftirlit meb vinnslubúnabi og lestum skipa verði flutt til Siglinga- málastofnunar, en framleibslueftirlitib geti stabib eitt sér. Loks telur Fiskiþing naubsynlegt að Fiskistofu verbi sett ráb- gefandi stjórn, sem hagsmunaabilar í sjávarútvegi, þeirra á meðal Fiskifélag íslands, eigi abild að." Veiöar á alþjóðasvœðum 52. Fiskiþing vekur athygli á nauðsyn þess ab réttur ís- lendinga til veiba á alþjóbahafsvæbum verði hvergi fyrir borb borinn. Þingib er þeirrar skoðunar ab það hljóti að vera verkefni stjórnvalda ab gæta þar réttar landsmanna og stybja dyggilega við bakib á þeim sem séu að sækja fang á fjarlæg mib. „Nú, þegar nánast allir fiskistofnar sem vib nýt- um innan fiskveibilögsögu okkar eru í mikilli lægð, er það nánast lífsspursmál ab engum möguleikum til veiða sé sleppt, hvar sem tækifæri gefast," segir í ályktun Fiskiþings. bróunarsjóði mófmœlt 52. Fiskiþing mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um stofnun sérstaks þróunarsjóbs sjávarútvegsins. Lögb er áhersla á ab hagræbingarsjóbur verði efldur svo hækka megi styrki úr sjóbnum vegna úreldingar fiskiskipa. Þá er fagnab áhuga forystumanna fiskvinnslunnar á að komib verbi á laggirnar úreldingarsjóbi fyrir fiskvinnsluhús sem fisk- vinnslan greiði sjálf iðgjald til og rábi sjálf hvaba fisk- vinnsluhús fái úreldingarstyrki. Áhyggjur af hallarekstri í ályktun Fiskiþings um afkomu sjávarútvegsins segir: „Þingib lýsir yfir áhyggjum af hallarekstri sjávarútvegsins og telur að margs konar gjöldum megi létta af honum. Hér verður einungis talib upp ab ekki hefur til dæmis náðst verulegur árangur í að lækka rafmagnsverð, sérstakt álag er á vörugjald og vörugjald þarf oft að greiba tvisvar og mis- ræmi er í álagningu þess, tryggingar eru mörgum skipum þungar í skauti. Þá þarf að skoba alla álagningu á abföng. Þá fagnar þingið þeirri lækkun á vöxtum sem nú er að ná fram að ganga og væntir þess ab framhald verði á. Mikil hagræb- ing hefur verið í íslenskum sjávarútvegi um langt árabil. Þingib mótmælir því ab atvinnugreinin fái aldrei að njóta þess hagnaðar sem af þessu hlýst, en hann er oftast af hon- um tekinn jafnóbum og stundum fyrirfram." Fiskvinnsluskólanum lokaö I ályktun Fiskiþings um málefni Fiskvinnsluskólans segir, ab meb vísun til nefndarálits um skipan náms í skólanum, sem unnib hafi verib á vegum menntamálarábuneytisins, leggi þingib til ab engir nýir nemendur verði teknir inn í Fiskvinnsluskólann á hausti komandi og skólanum verði síban lokab í eitt ár og starfsemi hans endurmetin. Vib slíkt endurmat verbi leitab álits aðila í atvinnugreininni. □ Gerum verðmæti úr notuðum tækjum! Tökum notuð kæli- og frystitæki í umboðssölu AKURFELL HF. Faxafeni 10 sími: 91-811366 fax: 91-811365 ÆGIR JANÚAR 1994 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.