Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 23
Menn hafa komið hingað og skoðað þetta kerfi okkar. Á sínum tíma komu hingað fulltrúar frá EFTA sem voru að kynna sér þessi efni. Þeir fullyrtu ab Fiskifélagið væri mjög framarlega á þessu svibi og töldu að við værum fremstir fiskveiðiþjóða í söfnun og framsetningu á talnaefni af þessu tagi. Okkur þótti auðvitab vænt um að heyra þetta, en það er staðreynd að fé- lagið hefur ávallt kappkostað að tölur lægju fljótt fyrir í hverjum mánuði, gæfu sem fyllstar upplýsingar um allt sem lýtur að aflanum og að þær væru sem raunhæfastar." Handavinna Nú gekk töluvöld í garð á síðasta áratug. Breytti hún miklu í þessu starfi? „Já, óneitanlega gerði hún það. Hins vegar er það svo að við erum að hand- vinna þessar tölur meira og minna áður en þær eru settar inn í tölvuna. Síöan geymir tölvan það sem nauösyn- legt er að geyma og það er auðvitað hægt að kalla fram þegar á þarf að halda hverju sinni og þá í mismun- andi formi eftir því sem við k." Söfnunarferillinn Hvernig er ferill eins mánaðar í talnavinnunni? „Fyrstu daga mánaðarins fer maður ab taka til nauðsynleg eyðublöb og hringja út til trúnaöarmannanna og kalla eftir ýmsum upplýsingum. Á sjötta og sjöunda degi mánaöarins fara að dembast inn bæbi símleiðis og í bréfum upplýsingar úr einstökum ver- stöðvum. Þessu verður öllu að raða upp eftir ákveðnu kerfi og þetta hefur allt verib handavinna og oft og tíðum mjög mikið verk. Eins og ég sagði áðan var kappkostað ab flýta þessu eins og mögulegt var og lengi vel gátum við skilað af okkur tölum í kringum sjö- unda eba áttunda hvers mánaðar. Eftir því sem umfangið óx þá hefur þetta verið á bilinu frá tólfta til fjórtánda." Eftirsótt gögn „Það er alveg ljóst að þessar tölur hafa komið ýmsum aðilum ákaflega vel og þá einkum og sér í lagi fólki sem vinnur hjá stóru útflutningsfyrir- tækjunum. Því hefur fundist mjög brýnt að geta fylgst með aflabrögöun- um eins og þau eru hverju sinni og því var það mikilvægt að tölurnar væru sem réttastar. Þar að auki hafa stjórnvöld ávallt kallaö eftir þessum tölum og þá var félaginu skylt ab skila þeim inn til Hagstofu, Þjóðhagsstofn- unar og fleiri. Þá sækjast einstaklingar mjög eftir þessum tölum, þeirra á meðal námsmenn sem eru að vinna að verkefnum tengdum sjávarútvegi. Loks er að nefna fjölmiðlana sem ávallt taka þessu efni fegins hendi. Ég hef tekið eftir því í gegnum tíðina að segi fjölmiðlar lítið frá tölunum einn mánuðinn, þá er mun meira hringt til okkar en ella. Þetta segir sína sögu um það, hve þetta eru vel þegnar upplýs- ingar meðal þjóbarinnar." Einkennileg viðbrögð „Sumir fjölmiðlar og einstakir fréttamenn hafa sóst mjög eftir þess- um tölum og yfirleitt sagt mjög vel frá þeim. Hins vegar hafa mér stundum þótt viðbrögbin skrítin hjá einstökum stjórnmálamönnum. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af því þegar ég hef getað lagt fram tölur sem sýna góð afla- brögð. Ég minnist þess að einu sinni hringdi til mín blaöamaður sem vildi fá álit mitt á því hver heildarafli landsmanna yrði þetta ár. Ég sagði honum það að þetta yrði að líkindum næst besta aflaár í sögu þjóðarinnar, aflinn færi yfir eina og hálfa milljón tonna. Daginn eftir kom frétt um þetta yfir þvera forsíöuna. Þar næsta dag birtast svo vibtöl við stjórnmála- menn og framámenn í sjávarútvegi sem voru ekkert yfir sig hrifnir af þess- ari frétt því þeir höfðu skömmu áður verið að tala um aflabrest hjá þjóð- inni." Tilkoma kvótakerfisins „Ég hef alltaf haft mikla ánægju af því ab vinna við þessar tölur, ég tala nú ekki um þegar vel aflaöist eins og ég sagði áðan. Hins vegar breyttist þetta talsvert með tilkomu kvótakerfis- ins. Þá féll þetta í fastari skorður og varb ekki eins spennandi. Kvótakerfið er náttúrlega sér kapítuli og gildistaka þess hefur haft meiri áhrif á starfsemi Fiskifélagsins en margan grunar því um leið og það var sett á var kallað svo ört eftir alls konar upplýsingum að fé- lagið hafði nánast ekki við og það er mín skoðun ab vissir embættismenn í kerfinu hafi ekki verið of ánægðir og nú er svo komiö að búið er að fella úr gildi lögin um útgerð og aflaskýrslur þannig að í sjálfu sér er Fiskifélagið ekki lengur skyldugt til þess að standa í þessari talnavinnu lengur." Óttast að kartinn sé ofveiddur Segja má að Ingólfur Arnarson hafl í störfum sínum nánast verið með fingur- inn á slagœð þjóðarinnar og skynjað ýmsar breytingar og þróun í fiskafla og þar með afkomu landsmanna á undan flestum öðrum. Hefur hann hugboð um einhverjar breytingar nú ? „Núna síðustu mánuði hef ég feng- ið alvarlega þanka um hvað hugsan- lega væri ab gerast í karfanum. Mér sýnist að karfinn úr botntrolli fari verulega minnkandi. Aftur á móti eykst veiði á karfa í flotvörpu og per- sónulega tel ég það vera mjög óheppi- legt veiðarfæri. Það er ekki að vita nema einmitt sá karfi sem veiðist í flotvörpuna hafi viðhaldib stofninum því ab það má dálítið merkilegt heita hversu vel stofninn hefur staðib sig þrátt fyrir mikla sókn á undanförnum árum. Ég óttast ab nú séu blikur á lofti og þarna hafi verib gengið of hart fram, en eins og allir vita er karfinn afar þýðingarmikill í afla okkar." □ Ólympíuleikar Norðmenn munu nýta sér þá mögu- leika sem vetrarólympíuleikarnir í Lille- hammer veita þeim til þess að vekja at- hygli á norskum sjávarútvegi. Háum fjárhæðum verður variö til þessarar kynningar. Meðal annars hefur sjávar- útvegsráðuneytið norska lagt fram milljón norskra króna til verkefnisins. Fiskaren ÆGIR JANÚAR 1994 23

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.