Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 25
átaks sé þörf í menntimarmálum stétt- arinnar. Skortur á upplýsingum í þriöja og síöasta kafla könnunar- innar er fjallaö um upplýsingastarf- semi og félagsmál. Skortur á upplýsingum til vinnu- veitenda blasir viö. Greinilegt er aö þeir telja æskilegt aö fá mun meiri upplýsingar um störf og menntun vél- stjóra og vélfræöinga. Fram kemur í svörunum aö vinnuveitendur bera mikla virðingu fyrir Vélstjórafélagi Is- lands og telja það sterkt félag. Einnig er greinilegt að formaður félagsins hef- ur sterka og jákvæöa ímynd. Jafnframt kemur fram að félagið mætti vera opn- ara. Veiku hliðar félagsins virðast að mati vinnuveitenda einkum vera skortur á upplýsingum, að það sé svo- lítið gamaldags og að það beri keim af almennri kreppu verkalýösfélaga. O HEPPINN ÁSKRIFANDI Vann 4 tonna leigukvóta í áskrifendagetraun Ægis Þann 15. desember var dregið í áskriftargetraun Ægis. Hinn heppni reyndist vera Sveinbjörn Þórar- insson á Reyðarfirði. Hringt var í Sveinbjörn og lögð fyrir hann spurning sem hann svaraði rétt. Svein- björn fær í verðlaun fjögur tonn af fiski, leigukvóta að verðmæti rúmlega 100.000 krónur. Sveinbjörn sagði í samtali við Ægi að þessi verð- laun kæmu sér vel fyrir sig. Sveinbjörn gerir út sex tonna trillu, Dögg SU-129. Hann sagðist vera með um sextán þorskígildistonna kvóta sem nú væri að verða búinn. Tonnin fjögur í áskriftargetrauninni væru því eins og af himnum send. Sveinbjörn rær einn og er eingöngu á línu. Hann sagði fiskiríið hafa verið lélegt að undanförnu, ótíð og tregfiski. Svein- björn leggur línuna einkum út af Skrúð og í svonefndum álum úti fyrir Reyð- arfirði. Reyðarfjörðurinn er langur og því langt stím fyrir bátana á miðin, styst tveir og hálfur til þrír tímar hvora leið. Sveinbjörn leggur aflann upp hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði. FISKKER, TROLLKÚLUR OG PLASTBRETTI ÆGIR JANÚAR 1994 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.