Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 29
þeirra. Þannig er hlutdeild frystrar rækju mest í útflutningi frá Kína, Indónesíu og Thailandi og rækjan vegur einnig þungt í útflutningi Dana. Norðmenn fá hins vegar mest verð- mæti fyrir ísaðan og frystan lax. Þannig fluttu Norðmenn út lax fyrir 689 milljónir dollara árið 1991. Þessar tegundir sem fluttar eru út frá framan- töldum löndum og skapa þvílík verð- mæti eiga það sameiginlegt að vera upprunnar í eldi. (Þ.e. að undanskild- um rækjuútflutningi frá Danmörku. Þar er um að ræða sömu tegund rækju og íslendingar veiða, Pandalus bor- ealis.) Nefna má sem dæmi um vaxandi mikilvægi eldisrækju á mörkuðum sjávarafurða að útflutningsverðmæti frystrar rækju frá Indónesíu hefur rúmlega þrefaldast á tímabilinu 1985-1991, eða vaxið úr 193 milljón- um dollara 1985 í tæplega 716 millj- ónir dollara árið 1991. Þessi vöxtur skýrir að mestu hraðfara vöxt útflutn- ingsverðmæta sjávarafurða frá Indó- nesíu sem sést í meðfylgjandi töflu. GATT utanríkisverslun Islendinga Á næstu árum koma til með verða miklar breytingar á heimsmörkuöum vegna margumtalaðs GATT-samkomu- lags. Varða þær breytingar ekki síst sjávarútveginn. Umræðan um hvað leiðir af samkomulaginu fyrir utan- ríkisverslun íslendinga hefur verið á lágu plani hér á landi, en flestir virð- ast sammála um að breytingar á við- skiptakjörum verði okkur í hag. Við þessa niðurstöðu er hægt að setja ákveðin spurningarmerki. Minnkandi niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum í auðugri ríkjum heimsins og frelsi til innflutnings þangað gæti leitt til lækkandi verðs á sjávarafurðum. T.a.m. má ætla að ýmsar landbúnaðar- afurðir verði nú skæðari keppinautar íslenskra sjávarafurða á Japansmarkaði eftir fyrrnefnt GATT-samkomulag en áður. í lokin má og nefna að sennilega hagnast ýmsir samkeppnisaðilar ís- lensks sjávarútvegs meira en íslend- ingar á GATT-samkomulaginu á mikil- vægum mörkuðum þar sem við njót- um þegar bestu kjara. □ mótorar Eigum á lager hina viðurkenndu DUTCHI raimótora 0,25 ■ 00 kW220/380 - 380/060 volt Allar gerðir ilansa HAGSTÆB VERÐ SKIPAVARAHLUTIR HF. Austurströnd 1-170 Seltjarnarnes Sími: 91-625580 • Heima: 91- 27865 Fax:91-625585 FISKIKER Styrkur, ending og notagildi einkenna fiskikerin frd Borgarplasii h.f. VÖRU- LÍNU- BRETTI BALAR Rmm gerðir af vöubrettum, Þau eru ekki fyllt með Fblyurefhane. Timbuitxetti eru bónnuð I matvœlaiðnaði í EFTAog EB. Borgariplasi hff. Sefgörðum 3,170,Seltjamamesi. Sími 91-612211, Fax9hol4185 ÍST ISO 9001 VOTTUN HF. - VOTTAÐ GÆÐAKERFI ÆGIR JANÚAR 1994 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.