Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 30
ÚR FÓRUM FISKIMÁLA STJÓRA Fiskifélagið á tímamótum Nú um áramótin urðu tímamót hjá Fiskifélaginu. Félagið hefur á undanförn- um árum veriö rekið sem „hálfopinber stofnun", þ.e. að starfsfólk félagsins hefur verið á kjörum opinberra starfsmanna, og síðustu áratugina hefur starfsfólkið fengið laun sín greidd frá launaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins, nú starfsmannaskrif- stofu. Þá þurfti félagið að sækja allar nýjar stöður undir ríkið vegna fjárveitinga. Nú um áramótin eru allir starfsmenn Fiskifé- lagsins ráðnir persónubundnum samning- um beint við Fiskifélagið sjálft og félagið fær nú einungis málamyndaframlag á fjár- lögum, en aðaltekjur félagsins verða verk- takasamningur við Fiskistofu, eins og stendur, en vonandi síðar við aðrar stofn- anir og fyrirtæki sem vilja nýta sér þjón- ustu Fiskifélagsins. Auk þessa hefur Fiskifé- lagið staðið í útgáfu og gefur út þetta tíma- rit, Ægi, svo og Sjómannaalmanakið. Þá hefur félagið gefið út Útveg og Útgerð og afkomu, sem eru tölurit um afla og afkomu í útgerð okkar íslendinga, auk annarra rita í sjóvinnukennslu og tilfallandi efni um nýjungar í tækni tengdri sjávarútvegi. Fiskifélagið er almennt félag og þeir sem eiga það eru félagsmenn og allir hags- munaaðilar í sjávarútvegi. A síðustu ára- tugum má segja að flestir hafi litib á Fiski- félagið sem stofnun ríkisins vegna þeirra trúnabarstarfa sem félagið gegndi fyrir rík- isvaldib. Nú hefur rikisvaldið kosið að haga sínum málum á annan hátt og er hluti af því að Fiskifélagið er nú algjörlega komið út á almennan markað eins og það var í upphafi. Hlutverk stjórnenda félags- ins er því nú að markaðssetja félagið og finna því þann bás þar sem það getur unn- ið sjávarútvegi íslendinga sem mest gagn. Hugmynd mín er að félagið starfi áfram á sviði upplýsinga um sjávarútveg og geti þar m.a. sparað ríkinu að halda margfalt utan um aflatölur og verðmætatölur sjáv- arfangs svo og hvert og hvernig fiskurinn okkar er unnin því hér er Fiskifélagið meb áratugareynslu og hefur getið sér gott orð bæði innanlands og erlendis fyrir afburða góðar upplýsingar um sjávarútveg. í fram- haldi af þessu er síöan ab koma þessum upplýsingum á framfæri innanlands sem utan með kynningum, fræðslu og útgáfu. Þá má ekki gleyma þætti eins og að vekja áhuga manna á nýjungum sem horfa til framfara. Þessi hugmynd þarfnast umræðu og hana verður að pússa til, en mikið starf er framundan á þessu ári og næstu ár í ab efla Fiskifélagið sem nýjan aflvaka til framfara. Bjami Kr. Grímsson Tuttugu prestar á olíuborpöllunum Olíuibnaður Norðmanna er mikill ab vöxtum og unnt er að komast að þeirri niðurstööu með því að nota marg- víslegar mælistikur. Til gamans má geta þess að um nýlið- in jól voru tuttugu prestar að störfum á olíuborpöllunum í Norðursjó og sáu til þess að starfsmenn fjarri heimilum sínum fengju ab hlýða á jólaboðskapinn. Samkvæmt þessu hefur umfang olíuiðnaðarins aukist frá því á jólum 1993 því þá voru „aðeins" sautján prestar að störfum á borpöllunum. r. , y Fiskaren Minni afli — lægra verð Dönsk fiskiskip lönduðu samtals 1,4 milljónum tonna af fiski á fyrstu tíu mánuöum nýliðins árs og var verðmæti aflans um 2,2 milljarðar danskra króna. Samsvarandi tölur á árinu 1992 voru 1,7 milljónir tonna og 3,1 milljarður króna. Samkvæmt þessu hefur aflinn dregist saman um 21% og verðmætið um 27%. Meðalverö á neyslufiski hef- ur lækkað um 23% á milli ára og á vinnslufiski um 11%. Havfiskaren Eitur í fiski úr Eystrasalti Sænsk rannsókn leiðir í ljós að tíbni magakrabbameins meðal sjómanna á austurströnd Svíþjóðar er sextíu af hundraði hærri en meöal sjómanna á vesturströndinni og sænsku þjóðarinnar almennt. Vísindamenn telja að eitur- efnin PCB, DTT, dioksin og kvikasilfur, sem finnast í rík- um mæli í feitum fiski úr Eystrasalti, séu ástæban fyrir hárri tíbni magakrabbameins á þessum slóbum. Rann- sóknir sýna að íbúar við Eystrasalt sem borða mikið af feit- um fiski eru meb mun meira af umræddum eiturefnum í blóði sínu en þeir sem borða lítið af þessum fiski. Fiskaren 30 ÆGIR JANÚAR 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.