Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 8

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 8
Magnús á tali viö bæjarstjóra Ayukawa í Japan, en bærinn hefur veriö háöur hvalveiöum frá aldamótum. Atvinnulíf þar er nú í rúst vegna hvalveiöi- banns. Magnús er fenginn til aö halda fyrirlestra um allan heim. Hér er hann á ráöstefnu frum- byggja í Alaska árið 1990. missa starfiö sitt. Þaö veröur stööugt aö finna eitthvað nýtt til þess að nota, finna nýjan óvin." Formúla Greenpeace „Ég sá ekki alls fyrir löngu formúluna sem Greenpeace hefur unnið eftir síðustu tuttugu ár eða svo. Hún er mjög einföld eins og sjá má: 1) Búið til neyðarástand. 2) Búið til óvin. 3) Bjóðið fram lausn. Þessa formúlu fyllir Greenpeace síðan út með eftirfarandi hætti: 1) Lífríkið er að deyja út. 2) Óvinurinn er veiðimaðurinn. 3) Lausnin er fólgin í því að senda peninga til Greenpeace. Eftir þessari formúlu starfa þessar hreyf- ingar allar og náungarnir á háu launun- um gera hvað sem er til þess að halda í starfið sitt." / Indigenous Survival International Vandamálið heitir Magnús Guömundsson Hvemig metur þú áhrif mynda þinna á náttúruvemdarsamtökin? „Ég hef séð á innanhússplöggum frá Greenpeace ab þeir segja sjálfir að þeir séu að missa fótfestuna alls staðar þar sem myndirnar hafa verið sýndar. Lífsbjörgin var sýnd í Þýskalandi núna fyrir jólin í fyrsta sinn. { kjölfarið er komin upp um- ræða innan Greenpeace í Þýskalandi að hætta í hvalamálunum vegna þess að það sé að verða of hættulegt. Fulltrúi í sjávar- útvegsráðuneytinu hér heima sem var á al- þjóöaráðstefnu í sumar hitti nokkra toppa frá Greenpeace. Hann átti samtal við þá og hafði orb á því að hvab sér þætti þeir vera orðnir máttlausir í hvalamálunum. Þó þeir væru ennþá opinberlega á móti hvalveið- um væru abgerðir þeirra hvorki fugl né fiskur. Hann spurði þá hvort komin væri upp óeining innan samtakanna. Þeir sögðu að svo væri ekki. Það væri fullur einhugur innan samtakanna, en þab væri eitt vandamál sem þeir ekki réðu við og væri sök þess að þeir ættu erfitt með að halda dampi. Þetta vandamál héti Magnús Guðmundsson." Græningjar snúa sér að fiskinum Þú segir að svo virðist sem Greenpeace sé að missa fótanna í hvalamálum. En hvem veg virðast þér þessi mál vera að þróast. Varla leggja þeir árar í bát? „Málin eru að þróast í mjög alvarlegan farveg. Hver einustu samtök, hvert einasta félag sem veriö hefur í hvalamálunum og þau eru allmörg, Greenpeace abeins eitt þeirra en sýnu stærst, öll eru þau komin í fiskinn. Undantekningarlaust. Þab er eðli- leg þróun. Ég sá hana fyrir strax árið 1985. Þessi samtök vita ab þau geta ekki grætt á hvalveiðum endalaust. Maður hefði haldið ab óreyndu ab það yrði erfitt fyrir þá ab fara ab rábast á fiskveiðar. En það reynist ekkert erfitt. Þvert á móti gengur þab mjög vel." Smuguárásirnar aðeins fyrsta skrefiö „Árásirnar á togarana í Smugunni voru ekki gerðar til þess að stybja Norðmenn gegn íslendingum. Þetta var til þess að einkenna Greenpeace sem eins konar yfir- vald á úthöfunum. Þeir hefðu heimild til 8 ÆGIR MARS 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.