Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 12
Boðið upp á viðræður „Önnur aðferð sem er mjög vinsæl hjá Greenpeace er að bjóða hagsmunaaðilum upp á viðræður, svo sem kappræð- ur. Til dæmis er sjómönnum boðið á fundi til þess að ræöa stöðu fiskistofnanna. Með þessum hætti geta græningjarnir ígrundað mjög nákvæmlega röksemdir þessara hópa, safnað þeim í sarpinn og vinna úr þeim til þess síðan að nota í áróðursstríðinu. Þegar áróðursstríðið hefst verða þeir búnir að tvinna inn í sínar skoðanir röksemdir sjómanna og gera þær lítils gildar. Þegar þær síðan koma fram hafa þær lítið sem ekkert vægi. Þetta eru mjög pottþéttar og úthugsaðar aöferðir." Auglýsinga- og kynningarfyrirtæki vinna verkin „Þá hafa þeir á sínum snærum auglýsingastofur og kynn- ingarfyrirtæki sem hanna baráttuna. Þeir gera það ekki sjálf- ir. Þeir hafa fagmenn í því og borga þeim stórfé fyrir. Þetta rennur niður í almenning eins og hann væri að drekka vatn. Það er ekkert hægt að gera nema taka þetta lið í karp- húsið. Að bíða eftir árásinni er sama og að tapa." Bíöa okkar sömu örlög og fólksins í Alaska? „Það verður að sýna fram á hvers konar óværa þetta er. Greenpeace eru ekkert annað en glæpasamtök sem styðja hryðjuverkasamtök og fjármagna hryðjuverk. Topparnir baða sig í peningum. Þetta á almenningur að fá að vita. Það á að sýna afleiðingar verka þeirra. Það á að sýna skelfinguna sem þeir hafa valdiö í Grænlandi, Kanada og Alaska. Þó að íslendingar hætti hvalveiöum um stund hafa þeir annað til þess snúa sér að. En ef við missum fiskveiðarnar munu bíða okkar sömu örlög og fólksins í þorpinu í Alaska sem ég nefndi í upphafi." O Veiöar Rússa í Barentshafi: Eitt útgerðarfyrirtæki fær 200.000 tonna kvóta Rússneska togaraútgerðarfyr- irtækið Sevryba í Murmansk fær 62 prósent af heildarkvóta Rússa í Barentshafi á þessu ári, eöa 195.500 tonn af 316 þúsund tonna heildarkvóta. Þessi 195.500 tonn skiptast á tíu til ellefu togarafyrirtæki sem eru sameinuð undir merkjum Sevryba sent gegnir hlutverki regnhlífarfyrirtækis. Alls verða um 140 togarar notaöir til veið- anna á vegum Sevryba sem jafn- gildir um 1.400 tonna kvóta á hvern togara. Afgangurinn af kvótanum skiptist þannig, að 60 þúsund tonn fara til útgerðarsamvinnu- fyrirtækja í Murmansk og Arkh- angelsk, einkafyrirtæki fá 30 þúsund tonn, en 26 þúsund tonna þorskkvóta er úthlutað til tilraunaveiða með línu. Það gefur glögga mynd af því hve auðug fiskimiðin í Barents- hafi eru unt þessar mundir að kvótinn sem úthlutað er til til- raunaveiða með línu er stærri en allur árskvóti Dana í Norður- S^' (Havfiskaren) Bréf frá utanríkisráöherra: AthugasemcJ við ummæli Halldórs Ásgrímssonar Hr. ritstjóri. í viðtali í febrúarhefti Ægis segir Halldór Ásgrímsson, fv. sjávarútvegsráðherra, m.a. eftirfarandi: „Nú skilst mér aö ákveðið hafi verið að Guðmundur Eiríksson verði ekki í forsvari fyrir okkur á pessum vettvangi lieldur Gunnar G. Schram. Ég veit ekki hvaða stefiui- breyting er þar á ferðinni og hvort þar á að fara að söðla um. Ég tek eftir því að Gumi- ar G. Schram hefur aðrar áherslur í þessu máli en Guðmundur Eiríksson. Þannig að ég, satt best að segja, veit ekki hver stefna íslendinga er íþessu máli eins og stendur." Allt er þetta á misskilningi byggt. Dr. Gunnar G. Schram hefur ekki tekiö viö for- svari íslensku sendinefndarinnar á fundum úthafsveiðiráðstefnunnar í New York. Það gerir Kristinn F. Árnason, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu og sérfræðingur í sjórétti. Þar aö auki kemur mér spánskt fyrir sjónir að fv. ráðherra skuli telja að emb- ættismenn ráði stefnumótun á vegum ríkisstjórna og að tilfærslur embættismanna, vegna skipulagsbreytinga, hafi þar af leiðandi sjálfkrafa stefnubreytingu í för meö sér. Hvort þannig hafi veriö haldiö á málum í sjávarútvegsráðuneytinu í tíð Halldórs Ásgrímssonar veit ég ekki; hitt veit ég aö samkvæmt stjórnarskrá og landslögum er það hlutverk embættismanna aö framfylgja þeirri stefnu, sem ráöherra og ríkisstjórn móta og bera ábyrgö á gagnvart Alþingi. Þannig hefur verið á málum haldið í utanríkisráðuneytinu í minni tíb a.m.k. Til- færslur embættismanna valda þar engum stefnuhvörfum. Mótun stefnu í mikilvæg- um utanríkis- og milliríkjasamningum tekur mið af gæslu íslenskra hagsmuna í heild sinni. ísland hefur hagsmuna að gæta sem hvort tveggja strandríki og í vax- andi mæli sem úthafsveiðiþjóð. Stefnumótun á því sviði fer fram í nánu samráöi viö Alþingi gegnum utanríkis- og sjávarútvegnefnd. ísland starfar áfram í svokölluðum „kjarnahópi" á úthafsveiöiráðstefnu SÞ og leitast þar viö aö ná farsælli málamiðlun milli þeirra ríkjahópa, sem þar takast á um hagsmunagæslu. Embættismenn hafa ekkert umboð til að fylgja fram einhverjum einkasjónarmiöum í svo mikilvægu hagsmunamáli. Það er mikilvægt að lesendur Ægis átti sig á þessum staðreyndum. Virbingarfyllst, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. 12 ÆGIR MARS1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.