Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 14
Gífiirlega miklar breytingar á mörgum sviðum sjávarutvegs Dr. Ágúst Einarsson prófessor svarar spurningunt Ægis Viotal: Vilhelm G. Kristinsson. „Sennilegt er að á næstu árum muni litlum fyrirtækjum í sjávarútvegi fjölga hér á landi og að stóru fyrirtaek- in verði enn stærri á kostnaö meðal- stórra fyrirtækja." Þetta segir dr. Ágúst Einarsson prófessor í viðtali við Ægi um framtíðarhorfur í sjávarútvegi og þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í atvinnugreininni á undanförn- um árum. En hvernig sér Ágúst fyrir sér þró- unina varðandi veiðar, vinnslu og markaðsmál? Fjárfestingar erlendis og tækniútflutningur aukast „Ljóst er að þorskurinn skiptir mun minna máli en áður í heildarafkomu sjávarútvegsins vegna lélegs ástands þorskstofnsins. Markaðsmál munu verða meira í höndum fyrirtækjanna sjálfra með beinni hætti en áður. Þá munu fjárfestingar erlendis og tækni- útflutningur aukast á næstu árum. Sveitarfélög munu sameinast til þess að geta tekist á við vaxandi sam- keppni, ekki síst á sviði sjávarútvegs. Nýting fleiri fisktegunda en hingað til mun aukast verulega." Útlendingar munu koma til sögunnar „Þá er ég þeirrar skoðunar að nú- verandi fiskveiðistjórnunarkerfi muni festast í sessi og sértækar ráðstafanir stjórnvalda til að leysa rekstrarvanda fyrirtækja muni hverfa. Loks munu meiri umsvif fiskmarkaða ásamt þátt- töku útlendinga í sjávarútvegs- fyrirtækjum tengja íslenskan sjávarút- veg mun meira alþjóðamörkuöum en nú er." Sjávarútvegur bætir stööu sína þrátt fyrir aflasamdrátt En hvað hefur einkennt þrónnina í sjávarútvegi hér á landi, síðustu átta til tíu árin svo dcemi sé tekið? „Sjávarútvegurinn hefur bætt stöðu sína í þjóðarbúskapnum á undanförn- um árum þrátt fyrir samdrátt í afla. Það eru einkum verðhækkanir erlend- Dr. Agúst Einarsson prófessor varð stúdent frá MR áriö 1970. Hann lauk prófi í hagfræöi frá Hamborgarháskóla f Vestur- Þýskalandi 1975. Hann stundaöi framhaldsnám viö háskólana í Hamborg og Kiel og varö dr. rer. pol. frá Hamborgarhaskóla 1978. Ágúst var framkvæmdastjóri Hraðtrystistöövarinnar i Reykjavik hf. og tengdra fyrirtækja frá 1977. Hann sat á Alþingi fyrir Alþýöu- flokkinn 1978-1979. Ágúst hefur setiö í stjórnum ýmissa sjávarút- vegsfyrirtækja og hagsmunasam- taka f sjávarútvegi. Hann er for- maöur bankaráðs Seðlabankans frá 1990 og prófessor við viö- skipta- og hagfræðideild Háskóla íslandsfrá 1990. is, betri nýting afla og fleiri nytjateg- undir sem skýra þessa þróun. Sem dæmi um stöðu sjávarútvegsins má nefna að útflutningur sjávarafurða sem hlutfall af heildarvöruútflutningi var 75% árið 1985, en var um 80% árið 1992. Þá var hlutfall sjávarafurða í gjaldeyristekjum þjóðarinnar 51% árið 1985, en 55% árið 1992." Vinnuaflsþörfin dregst saman „Ef litið er til framlags sjávarútvegs til landsframleiðslu sem hlutfalls af vergum þáttatekjum, þá var þab 14,8% árið 1985, en 14,2% árið 1991. Árib 1985 störfuðu 13% vinnuafls við veið- ar og í fiskvinnslu en árið 1991 voru það 11,7%. Þannig hefur vinnuaflsþörf í sjávarútvegi dregist saman um 10% en hlutur sjávarútvegs í landsfram- leiðslu hefur dregist saman um 4%. Framleiðni vinnuafls í sjávarútvegi hefur þannig aukist nokkuð á þessum árum og má það vafalítið þakka bættri tækni. Miklu fleiri eru óbeint starfandi í sjávarútvegi þótt einungis um 12% vinnuafls sé bundið við fiskveibar og fiskvinnslu, til dæmis í tengdum at- vinnugreinum svo sem viðgerðum, netagerð og verslun auk markaðsmála. Á næstu árum má búast við að enn færri verði starfandi beint í veiöum og vinnslu en aukning verði í ýmsum tengdum greinum." Fiskmarkaöir gerbreyttu myndinni Hver hafa áhrif fiskmarkaðanna ver- ið á fiskverð hérlendis og á útflutnings- hœtti í sjávarútvegi? „Fiskmarkaðir tóku til starfa hér á landi um mitt ár 1987 en fyrsta heila starfsár fiskmarkaða var árið 1988. Það ár var hlutur fiskmarkaða 7,4% af botnfiskafla landsmanna en árið 1992 14 ÆGIR MARS1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.