Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 19
húsin, eigum við ab taka þau í notkun og fara að vinna meira úr aflanum. Hvaða glóra er í því ab á sama tíma og við erum að flytja út óunnin fisk þá keppast menn vib ab kaupa fisk af Rússum? Sighvatur Bjamason, for- stjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum: Ef við snúum okkur fyrst að botnfiskinum þá er lykill- inn að því að auka verð- mætasköpuna sá að komast í dreifingu á afurðum til endanlegra kaupenda. Við þurfum að komast í sam- band við verslanakeðjur og framleiöa fyrir þær vörur, ýmist undir eigin merkjum, eba merkjum verslanakeðj- anna sjálfra. Þá þurfum við að leggja mikib upp úr því ab sér- framleiða fisk fyrir veitinga- hús eins og til að mynda ÚA og Grandi eru að gera nú fyrir veitingahús í Banda- ríkjunum. Við þurfum að leggja áherslu á að vinna meira úr aflanum hér heima og aðlaga framleiðslu og pakkningar að kröfum markaöarins í mun ríkari mæli en hingað til hefur verið gert. Þarna liggja möguleikar okkar. Við eigum að einbeita okkur að framleiðslu úr náttúrlegum flökum og flakastykkjum. Við eigum enga möguleika í fram- leibslu á tilbúnum réttum í sósum. Við munum ekki geta keppt við stórfyrirtæki eins og Nestlé og Findus í þeim efnum. Frumskilyröi þess ab þetta takist er hins vegar að bæta umgengnina við hrá- efnið úti á sjó. Það verður að gera ab fiskinum strax, ísa hann og kara og stöðva þetta tveggja nátta fiskirí sem hér hefur viðgengist. Hitt er svo annað mál að við eigum líka að kaupa hráefni inn í landið í mun meira mæli en við höfum gert fram að þessu. Það hrá- efni eigum við hins vegar að vinna í blokk og flaka- stykki sem hulin eru brauð- Spurning mánaðarins mylsnu. Þessa vöru eigum ekki ab selja sem íslenska vöru heldur á þetta að vera landlaus vara á erlendum markaði. Þá hef ég mikinn áhuga á ab auka verðmæti loðnu- og síldarafurða. Þar tel ég liggja mikla möguleika. Við verð- um að endurnýja fiskimjöls- verksmiðjurnar með gufu- þurrkurum til framleiðslu á gæðamjöli. Þar yrði gífurleg verðmætasköpun. Ennfrem- ur er unnt að auka til muna verbmætasköpun í síldinni. Frumskilyrbið er náttúrlega að geta staðið vib gerða samninga. Þá ættum við að flaka meira í salt og auka úr- vinnsluna hér heima eins og Síldarútvegsnefnd hefur beitt sér fyrir. Þab sem stendur okkur hins vegar fyrir þrifum er ab loönu- og síldarfloti okkar er orðinn úreltur. Við verð- um ab búa skipin þannig að þau geti skilað betra hráefni. Þetta er til að mynda unnt að gera meb kælitönkum. Ég er ekki að tala um kaup á nýjum loönu- og síldarskipum heldur endur- nýjun þeirra skipa sem fyrir eru. Síldar- og loðnuafurðir eru það ódýrar að þær standa ekki undir nýsmíð- um. Hins vegar eru í gildi fá- ránleg lög sem banna inn- flutning á skipum sem eru eldri en 15 ára. Erlendis eru fáanleg mjög fullkomin, endurnýjuð og hentug 15-20 ára gömul skip sem hentuðu vel til loðnu- og síldveiða. Þetta getum við ekki nýtt okkur. Ef skip stenst þær reglur sem Siglingamálastofnun setur um sjóhæfni, reglur Fiskistofu um hráefnismeð- ferð og útgerðarmaðurinn er tilbúinn að taka áhættu meb kaupin á ekki að skipta máli hversu gamalt skipið er. Þetta eru úreltar reglur. Jón Ásbjörnsson fiskverkandi: Fyrst og fremst ber að auka veiðar dagróörabáta á kostnað frystitogara. Þróunin er því miður sú, að atvinnuleysi fer vaxandi í landinu vegna þess ab örfáir menn fá að taka meira og meira af þeim litla kvóta sem til skiptanna er. Meb gildistöku EES- samninganna féllu nibur tollar á ferskum og söltub- um fiski, en þessir tollar voru engir á afurðum frysti- togaranna og eru ennþá núll. Verömætaaukningin verður engin við að frysta fiskinn úti í sjó. Á síðasta ári juku frystitogararnir hlut sinn í aflanum um 35%. Þessi óheillavænlega þró- un er til komin vegna leik- reglna misviturra stjórn- málamanna. Ef hún fær að halda áfram óhindrað endar það meb því að allar byggðir í sjávarþorpunum á strönd landsins verða lagðar í rúst. Hins vegar ættu þær að vera grundvöllurinn í mikilli aukningu þjóðarteknanna sem vel er möguleg sé rétt á spilunum haldib. Frystitogararnir taka bestu bitana og henda hinu. Vegna offramboðs hefur nú orbið verðfall á sjófrystum flökum og sölu- tregða í þokkabót. Á meðan svelta aðrir markaðir fyrir sjávarafurðir vegna skorts á hráefni. “I KOSTUR FYRIR SKIP OG BÁTA Alltá einum stað: Matvörurog hreinlætisvörurfyrirskip. Kjötá heildsöluverði. Skipaverslunin - Sérverslun sjómanna. NYI LISTINN KOMINN HRINGBRAUT 121 • 107 REYKJAVÍK SÍMI/TEL. 91-625570 • TELEFAX 91-625578 ÆGIR MARS 1994 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.