Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 28
Sjaldséðir fiskar árið 1993 Mjúkhaus, áöur óþekktur á íslandsmiöum Að venju bárust á land alhnargar sjaldséðar fisktegundir á sl. ári, þar á meðal ein sem ekki hefur greinst áður á íslandsmiðum, mjúkhaus sem veiddist í apríl á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Myndin hér að ofan er afmjúkhaus. Af öðrum sjaldséðum tegundum má nefna flatnefsem veiddist í fyrsta sinn undan Norðurlandi, annað eintakið afsœgreifa sem veiðist hér við land og vargakjaft sem fannst fyrst sumarið 1990. Nokkrir fiskar eru enn ógreindir til tegundar, til dœmis einn af mjóraœtt og nokkrir sogfiskar, en hér gœti verið um nýjar tegundir að roeða. Tvö lengdarmet voru sett á árinu. 14 ára gömul skrápfúra, 52 cm löng, veiddist á Papagrunni og 49 cm sandkoli á Grindavíkurleir. Hér á eftir fer ítarleg skrá um sjaldséða fiska sem veiddust árið 1993. Eftir Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelmínu Vilhelms- dóttur og Jónbjörn Pálsson. Slímáll, Myxine ios - Mars, 26 sjóm. SSA af Vestmanna- eyjum, 824-915 m dýpi, lína. - Mars, SV af Reykjanesi, 926-1223 m, botnvarpa, 21 stk. - Apríl, út af Siðugrunni, 732-878 m, 50 cm, botnvarpa. - Apríl, grálúðuslób vestan Víkuráls eða út af Berufjarðarál, 988 m, 2 stk., botnvarpa. - Maí, gráiúðuslóð vestan Víkuráls, 1006-1043 m, 40 cm, botnvarpa. - Júní, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 47 cm. - Júlí/ágúst, grálúöuslóð vestan Víkur- áls, 915-1098 m, 42 cm. Að venju er slímáll talinn hér með þótt ekki teljist hann til fiska í þrengstu merkingu þess orðs. Slímáls varð fyrst vart á íslandsmiðum árið 1973. Næst fannst hann 1977, þá 1989 og síðan 1991 hefur hann veiðst hér árlega. Brandháfur, Hexanchus griseus - Október, út af Þorlákshöfn, 55 m, 138 cm, hrygna. í maga voru tveir smáfiskar (strend- ingar) og svampur (?). Þetta mun vera fimmti eða sjötti brandháfurinn sem fæst hér við land en fyrst varð hans vart árið 1920. Rauðháfur, Centrophorus squamosus - Október, SA-mið (grálúðurall) Flatnefur, Deania calceus - Apríl, Öxarfjörður, 55 m, 88 cm hængur, grásleppunet. Flatnefur hefur ekki veiðst áður undan Norðurlandi svo kunnugt sé. Heimkynni hans hér við land eru á djúpmiðum undan SA-, S- og SV-landi. Maríuskata, Bathyraja spinicauda - Mars, Rósagarður, 421-448 m, 4 stk. Náskata, Raja (Leucoraja) fidlonica - Mars, SV af Reykjanesi, 633-842 m, botnvarpa, 2 stk. Slímáll 28 ÆGIR MARS 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.