Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 29
- Desember, Skerjadjúp, 714-769 m, 80 cm hængur, botnvarpa. Hvítaskata, Raja lintea - Janúar, grálúðuslób vestan Víkuráls, 824-1007 m, 48 cm, botnvarpa. - Mars, Rósagarður, 362-430 m, 3 stk. Stuttnefur, Hydrolagns affinis - Apríl, út af Berufjarðarál, 750-763 m, 123 cm hrygna, botnvarpa. Langnefur, Hariotta raleighana - Mars, SV af Reykjanesi, 633-1406 m, 29 stk., botnvarpa. Langnefur og stuttnefur teljast til sk. hámúsa eða rottufiska en þeirra þekktastur er geirnyt. Alls hafa fundist sex tegundir hámúsa á íslandsmiðum. Berhaus, Alepocephalus agassizii - Mars, SV af Reykjanesi, 932 m, 4 stk., botnvarpa. - Júlí/ágúst, grálúðuslóð vestan Víkur- áls, 1280 m, 54 cm. - September, S af Reykjanesi, 400-500 m, flotvarpa, 7 stk. Slétthaus, Bajacalifomia megalops - Mars, SV af Reykjanesi, 932 m, botnvarpa, 31 cm. - September, S af Selvogsbankatá, 1000 m, flotvarpa, 25 stk. Mjúkhaus, Rouleina maderensis - Apríl, grálúðuslóð vestan Víkuráls. Ný tegund á íslandsmiðum. Fiskur þessi er sömu ættar og gjölnir (alepo- CEPHALIDAE). Hann hefur fundist m.a. norbvestan Skotlands, vib Asóreyjar og Madeira og allt suður til 6°51'N en einnig við SV Grænland og í SA-Kyrra- hafi. Nær 30-40 cm lengd. Angategundir (PLATYTROCTIDAÉ) Ýmsar angategundir voru að veiöast á árinu flestar á djúpmiðum undan Vesturlandi. Einnig veiddust nokkrar undan SV- og S-landi. Ný tegund á ís- landsmiðum, Maulisia microlepis, 24 cm löng, gæti hafa leynst á meðal Vesturlandstegundanna. Broddatanni, Borostomias antarcticus - Mars, SV af Reykjanesi, 800 m, flotvarpa, 2 stk. - Apríl, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 32 cm. - September, SV af Selvogsbankatá, 700-1000 m, flotvarpa, 4 stk. Skeggmeiti, Rhadinesthes decimus - Mars, SV af Reykjanesi, 750-850 m, flotvarpa, 2 stk. - September, SV af Selvogsbankatá, 700-1000 m, flotvarpa, 3 stk. Þessi tegund hefur fundist áður (fyrst 1973) djúpt suðvestur og vestur af landinu og einnig utan 200 sjó- mílna markanna í Grænlandshafi. Slóans gelgja, Chauliodus sloani - Febrúar, Selvogur, 110(—128) m, 20 cm. Enda þótt þessi tegund sé nokkuð algeng víða á djúpmiðum þá er hún frekar sjaldséð á grunnslóð eins og þessi veiddist á. Þráðskeggur, Melanostomias barton- beani - Mars, Rósagarður, 333-344 m. - Mars, SV af Reykjanesi, 842 m, botnvarpa, 31 cm. - September, SV af Reykjanesi, 400 m, flotvarpa, 25 cm. Fannst hér fyrst haustið 1991 djúpt undan SA landi. Kolskeggur, Trigonolampa miriceps - September, SV af Selvogsbankatá, 500 m, flotvarpa, 2 stk. - Október, S af Selvogsbanka, 677- 732 m dýpi, 4 stk., 25-37 cm Grænlandsnaggur, Nansenia groen- landica - Mars, SV af Reykjanesi, 700 m, flot- varpa, 14 cm. Vargakjaftur, Bathysaurus ferox - Júlí/ágúst, grálúðusióð vestan Víkur- áls, 1098-1373 m, 61 cm. Fannst hér fyrst sumarið 1990 á svipuðum slóðum og ofangreindur fiskur. Heimkynni hans hér vib land eru sennilega á djúpslóð frá SA-landi vestur til grálúðuslóðar út af Víkurál. Uggi, Scopelosaurus lepidus - September, S af Selvogsbankatá, 1000 m, flotvarpa, 3 stk. Gljálaxsíld, Lampadena speculigera - Mars, Rósagaröur, 403-421 m, 12 cm. Kom úr þorskmaga. Stóri földungur, Alepisaurus ferox - Mars, SV af Reykjanesi, 558 m, flot- varpa, 150 cm. - Maí, undan Suðurlandi. Sægreifi, Gyrinomimus sp. - Sumarið 1993, grálúðuslóð vestan Víkuráls, um 36 cm. Fiskur þessi var ákvarðaður eftir mynd en hann mun vera annað eintak þessarar tegundar sem hér veiðist. Ekki hefur tekist ennþá ab ákvarða hann nákvæmlega til tegundar. Gapaldur, Eurypharynx pelecanoides - Apríl, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 2 stk., 36 og 54 cm. Alsnípa, Nemichthys scolopacaeus - September/október, rækjuslóð und- an Norðurlandi. Álsnípa er algeng miðsævis djúpt SV af landinu og sjálfsagt víðar en undan Norðurlandi hefur hún verið sjaldséð. Þó veiddist ein þar árið 1992. Hafáll, Conger conger - Október, Háleitisforir, 2 stk., hæng- ar, 87 og 98 cm, lína. - Október, Hornafjaröardjúp, 143 m, hængur, 108 cm, 29 kg, lína. Hafáll er fremur fáséður hér við land þó hann leynist sennilega í djúp- unum SA-, S- og SV-lands. Lobhali, Chalinura mediterranea - Mars, SV af Reykjanesi, 926-1405 m, botnvarpa, 26 stk. Fannst hér fyrst árið 1973 djúpt undan vestanveröu landinu. ÆGIR MARS 1994 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.