Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 30
Trjónuhali, Coelorhynchus coelorhynchus - Mars, SV af Reykjanesi, 938 m, botnvarpa, 2 stk. Silfurkóö, Gadiculus argenteus thori - Mars, S af Vestmannaeyjum, 287- 333 m dýpi. Lýr, Pollachius pollachius - Mars, Mýrabugur, 86 cm, 6 kg sl., hængur, net. - Mars, noröur af Hraunum í Faxa- flóa, net. - Apríl, Breiðdalsgrunn, 178 m, 61 cm, 1.950 kg, botnvarpa. - Maí, Bakkafjörður, 61 cm, net. - Ágúst, Lónsdjúp, 85 cm, botnvarpa. Veiðist árlega á íslandsmiðum eink- um SA-lands en frekar verður hann að teljast sjaldséður vestan Reykjaness jafnvel Vestmannaeyja hvað þá norður á Bakkafirði. Móra, Mora moro - Mars, S af Selvogsbankatá, 970 m, botnvarpa, 1 stk. - Mars, SV af Reykjanesi, 633-932 m, botnvarpa, 77 stk. Vogmær, Trachipterus arcticus - Mars, SV af Reykjanesi, 540 m, flot- varpa, 1 stk., 1137 m, botnvarpa, 1 stk. Fagurserkur, Beryx splendens - Júlí, SV af Reykjanesi, 128-311 m, 31 cm, 300 g, botnvarpa. Dökksilfri, Diretmoides parini - Apríl, 15 sjómílur S af Stórhöfða, 183-238 m, 36 cm. Svartsilfri, Diretmoides pauciradiatus - Mars, Rósagarður, 640-695 m, 31 cm, botnvarpa. Dökksilfri og svartsilfri eru ný- fundnir hér á íslandsmiðum. Fiskur af ætt galtarfiska, oreosoma- tidae, með vísindanafnið Pseudocyttus maculatus, veiddist í byrjun desember í flotvörpu á 677-732 m dýpi í Skerja- djúpi. Var hann 46 cm langur og 2.250 kg á þyngd. Hann hefur ekki fengið ís- lenskt nafn ennþá. Ennisfiskur, Platyberyx opalescens - Mars, SV af Reykjanesi, 1185 m, flotvarpa, 2 stk., 1223 m, botn- varpa, 1 stk. - Apríl, rækjuslóð norður af Stranda- grunni, 403 m, 11 cm. - Apríl, grálúðuslóð vestan Víkuráls eða út af Berufjarðarál, 22 cm. - Júlí/ágúst, grálúðuslóð vestan Víkur- áls, 641-824 m, 15 cm. - Desember, Skerjadjúp, 714-769 m, 22 cm. Kambhaus, Poromitra crassiceps - Október, SA-mið. Kistufiskur, Scopelogadus beanii - Mars, Rósagarður, 403-421 m, 7 cm. Kom úr þorskmaga. - Mars, SA af Reykjanesi, 970-1243 m, botnvarpa, 16 stk. Blákarpi, Polyprion americanus - Maí, S-land, 54 cm, 3.2 kg, net. - Maí, S-land, engar frekari upplýsingar. - Október/nóvember, 110-120 sm. SV af Reykjanesi, flotvarpa, 51 cm. Þessi tegund virðist vera í sókn hér á Islandsmiðum. Skv. upplýsingum frá skipstjóra þá varð vart viö talsvert af blákarpa undan Suðurlandi vorið og sumarið 1993. Glyrnir, Epigonus telescopus - Mars, SV af Reykjanesi, 842-931 m, botnvarpa, 2 stk. Gleypir, Chiasmodon niger - September, SV af Selvogsbankatá, 500-1000 m, flotvarpa, 7 stk. Svelgur, Chiasmodon bolangeri - Júlí, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 18 cm. Silfurbendill, Benthodesmus elongat- us simonyi - September, SV af Selbogsbankatá, 700 m, flotvarpa, 52 cm. Marbendill, Lepidopus caudatus - Mars, SV af Selvogsbankatá, 963- 970 m, botnvarpa, 3 stk. Flekkjaglitnir, Callionymus maculatus - Mars, Mýragrunn, 165-137 m dýpi. Guli brandáll, Gymnelus retrodorsalis - Mars, út af Austfjörðum, 190-203 m. - Mars, N af Sléttu, 156-189 m dýpi. - Mars, NA af Langanesi, 300-316 m dýpi. Blettaálbrosma, Lycenchelys muraena - Mars, Rósagarður, 412-503 m dýpi. - Mars, N af Kolbeinsey, 400-537 m dýpi. Fiskur af mjóraætt (LYCODIDAE) veiddist undan Austurlandi í október. Er ógreindur til tegundar. Var sendur til Kaupmannahafnar til rannsóknar. Flathaus, Cataetyx laticeps - Mars, SV af Reykjanesi, 1405 m, botnvarpa, 72 cm. Svarthveönir, Centrolophus niger - Ágúst, við Eldey, 201 m, 39 cm, 500 g, rækjuvarpa. Gráröndungur, Chelon labrosus - Október, Miklavatn í Fljótum, 52 cm, 1.600 kg, silunganet. Þessi fiskur flækist alloft hingað til lands. Svartgóma, Helicolenus dactyloptems - Mars, Papagrunn, 156-198 m dýpi. Fiskur þessi sem er af sömu ætt og karfi veiðist stundum á svæðinu frá SA-landi vestur með landi allt til SV- miða a.m.k. Urrari, Eutrigla gumardus - Október, ísafjarðardjúp, rækjuvarpa. - Desember, þrír alls. Ekki er vitað til þess að urrari hafi veiðst svona norðarlega áður. 30 ÆGIR MARS 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.