Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 32

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 32
- Mars, SV af Reykjanesi, 1185 m, flotvarpa, 19 cm. - Apríl, grálúðuslóð, 1098 m, 26 cm. Ógreind sædyfli - Janúar, grálúðuslóð, 824-1007 m, 10 cm. - Apríl, grálúðuslóð, 22 cm. Þá veiddust utan 200 sjómílna markanna djúpt SV af Reykjanesi nokkrar athyglisverðar tegundir í flot- vörpu og má nefna m.a. kolskegg, Tri- gonolampa miríceps, svartsilfra, Diret- moides pauciradiatns, 26 cm langur, og litla lúsífer, Himantolophus mauli, 26 cm sem veiddust í apríl og maí á 450- 600 m dýpi, og í júní veiddust á 622- 686 m dýpi kolskeggur, Trigonolampa miriceps, 10 stk., 32-38 cm, ennisfisk- ur, Platyberyx opalescens, 4 stk., 20-30 cm, drumbur, Thalassobathia pelag- ica, 2 stk., 31 og 35 cm, frenja, Caulo- phryne poiynema, 15 cm, litli lúsífer, Himantolophus mauli, 25 cm, slétt- hyrna, Chaenophryne longiceps, 12 cm, svarthyrna, Oneirodes eschrichtii, 20 cm, ógreind hyrnutegund, 6 stk., 10-19 cm, og sædjöfull, 3 stk., 33, 34 og 39 cm. í september veiddust maríu- skata, Bathyraja spinicauda, á 350 m dýpi, marangi, Holtbymia macrops, 11 stk. á 250-600 m, broddatanni, Boro- stomias antarcticus, 5 stk. á 600 m, grænlandsnaggur, Nansenia groen- landica, 1 stk., 11 cm á 400 m, sláni, Anotopterus pharao, 1 stk., 88 cm á 300 m, kistufiskur, Scopelogadus beanii, 4 stk. á 600 m, oddhyrna, Oneirodes anisacanthus, 1 stk. 12 cm á 550 m og tvær ógreindar surtlur á 250 m dýpi. Auk ofangreindra tegunda veiddist fjöldinn ailur af alls konar fiskum sem taldir hafa verið sjaldséðir en eru það varla lengur nema ef vera skyldi utan alfaraleiða. Þessar tegundir eru: Gísla- háfur, jensensháfur, svartháfur, þor- steinsháfur, skjótta skata, pólskata, gjölnir, bersnati, slóans gelgja, mar- snákur, kolbíldur, skjár (blálax), ýmsar laxsíldir, geirsílin þrjú (stóra, litla og digra), sláni, trjónuáll, álsnípa (sjaldséð undan Norðurlandi), djúpáll, broddabakur, langhalabróbir, rauba sævesla, fjólumóri, bláriddari, búr- fiskur, bjúgtanni, stinglax, margir mjórar, marhnýtill, hveljusogfiskur. Þá eru lúsífer, sædjöfull og surtur orðn- ir allalgengir víða en þeir eru ennþá taldir með sjaldséðum fiskum. Óvenju margir hvítingjar (albínóar) veiddust árið 1993. Þeirra á meðal voru tindaskata, Raja radiata, sem veiddist í nóvember á 439 m dýpi NA af Grímsey og var 50 cm löng. Hún var hvít að ofan með dökkum dílum. í janúar veiddist hvít ýsa, 62 cm, löng við Víkurál. Hvítir og flekkóttir skar- kolar voru að veiðast vib og við hing- að og þangað við landið. Þá fengust a.m.k. fjórar hvítar eða gular grálúbur, þar af ein út af Héraðsflóa en hinar á grálúbuslób vestan Víkuráls. I desem- ber veiddist á Jökulbanka 38 cm karfi sem var grásvartur á iit og í maí veidd- ist brúnn djúpkarfi, 43 cm langur, á grálúðuslóð vestan Víkuráls. í nóvem- ber veiddist 22 cm litli karfi á Eldeyj- arsvæðinu og var hann dökkur á lit nema kviður var hvítur. Loks má nefna joögulan þorsk sem var 120 cm langur og veiddist í Smugunni í des- ember. A.m.k. tvö lengdarmet voru sett á árinu. í mars veiddist 52 cm löng skrápflúra á 101-128 m dýpi á Papa- grunni. Hún var 14 ára gömul. Þá veiddist 49 cm sandkoli í apríl á Grindavíkurleir. Einnig má geta þess þótt ekki sé það met að í mars veiddist 167 cm langur þorskur og 45 kg þung- ur í net við Hvítinga út af Eystrahorni. Upplýsingar um alla þessa fiska bár- ust frá fjölda fiskiskipa og fara nöfn þeirra hér á eftir: Akureyrin EA, And- vari VE, Árbakur EA, Baldvin Þorsteins- son EA, Byr VE, Dalaröst ÁR, Egill ÁR, Eldhamar GK, Engey RE, Eriingur SF, Freyja GK, Guðmunda Torfadóttir VE, Gunni RE, Hafborg KE, Hamra Svanur SH, Haraldur Kristjánsson HF, Helga RE, Helga II RE, Hrafn Sveinbjarnarson HF, Höfrungur AK, Jóhann Gíslason ÁR, Kambaröst SU, Katrín ÁR, Kofri ÍS, Lyngey SF, Otto Wathne NS, Sigurbára VE, Sjóli HF, Skúmur GK, Sólbakur EA, Sturlaugur Böðvarsson AK, Sæljón RE, Venus HF, Vestmannaey VE, Vigri RE, Víðir EA, Ýmir HF, Þórður Jónasson EA. Einnig fengust upplýsingar frá rannsóknaskipunum þremur - Árna Friðrikssyni, Bjarna Sæmundssyni og Dröfn. Nokkrir einstaklingar hafa verib sér- lega iðnir við að safna og senda inn upplýsingar um merkilega fiska og fara þar fremstir í flokki þeir Abalsteinn Abalsteinsson á Hrafni Sveinbjarnar- syni GK, Árni Jón Konráðsson Engey RE, José Oscar Montes Vestmannaey VE, Magnús Þorsteinsson Ými HF, Ólafur Bernódusson kennari á Skaga- strönd, Rúnar Eiríksson Otto Wathne NS, Sigurður Pétursson Vigra RE og Tómas Sigurðsson á Akranesi. Einnig voru útibússtjórar Hafrannsóknastofn- unar hjálpsamir við öflun upplýsinga. Er þessum söfnurum hér með þakkað fyrir hjálpina. □ Fiskur fyrir Þrátt fyrir að norskir sjómenn löndubu 370 þúsund lestum meira af fiski á liðnu ári en á árinu 1991 hefur verðmæti aflans upp úr sjó ekki aukist. Alls nam verðmæti afla norskra sjómanna á nýliðnu ári sextíu milljörðum ís- lenskra króna samkvæmt tölum frá norskum yfirvöldum. 60 milljarða Þar af nam verðmæti bolfiskaflans um 37 milljörðum og síldaraflans um 17 milljörbum. Á árunum 1990 og 1991 jókst verðmæti norsks sjávar- . afla mjög mikib, en síban hefur það staðið í stab, í kring- um sextíu milljarða íslenskra króna. □ 32 ÆGIR MARS 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.