Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 36

Ægir - 01.03.1994, Blaðsíða 36
Flokkunarvél á vinnsluþllfarl Andvara. Úr brú skipslns. Vindustjórnun aftast í brú. Vinnuþilfar (fiskvinnslurými) Móttaka: Framan vib skutrennu er vökvaknúin fiskilúga sem veitir aðgang að fiskmóttöku, um 20 m3 að stærb, aft- ast á vinnuþilfari. í efri brún skutrennu er vökvaknúin skutrennuloka. Fiskmóttöku er skipt í tvo geyma og er hleypt úr henni um tvær vökvaknúnar lúgur á framþili. Vinnslubúnaður: Skipið er búið rækjuvinnslubúnaði frá Carnitech. Búnaður er til flokkunar, suðu, pökkunar og frystingar. Flokkunarvél er af gerð BSL, rækjusjóðari af gerb OA60/3, hvortveggja frá Carnitech; þrjár Pólsvogir, ein S- 125 og tvær S-55; bindivél frá Strapex og sekkjasaumavélar frá Fischbein. Frystibúnaður: í skipinu eru eftirtalin frystitæki: Tveir lá- réttir 12 stöðva Jackstone plötufrystar, afköst 2.5 tonn á sól- arhring hvor; einn lóðréttur 25 stöðva plötufrystir frá Dybvád Stálindustri, afköst 5 tonn á sólarhring, og laus- frystir frá Carnitech, afköst 8 tonn á sólarhring. Loft og síður vinnuþilfars eru einangrabar meb steinull og klætt meb krossviði. Fiskilestar (frystilestar) Almennt: Lestarými er um 260 m3 og er búið fyrir fryst- ingu, og er rýminu skipt í tvö rými, fremra (70 m3) og aftara (190 m3), með hurð á milli. Frágangur, búnaður: Lestar eru einangraðar með steinull og klæddar með krossviði. Kæling er með kælileiðslum í lofti lestar. Lestum er skipt í hólf með tré- og álboröauppstillingu. Lúgubúnaður, afferming: Aftantil á aftari lest, s.b.-megin, er eitt lestarop með lúguhlera, búinn niðurgöngu- og fiskilúgu og á fremri lest er lestarop meb lúguhlera. Á efra þilfari, upp af aftari lestarlúgu á nebra þilfari, er losunar- lúga, og auk þess er samsvarandi losunarlúga á bakkaþilfari, s.b.-megin. Fyrir affermingu er losunarkrani, s.b.-megin á bakkaþil- fari aftantil. Vindubúnaður, losunarbúnaður Almennt: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lág- þrýstikerfi) frá A/S Hydrauiik Brattvaag og er um ab ræba tvær togvindur (splittvindur), tvær grandaravindur, tvær hífingarvindur, tvær hjálparvindur afturskips og akkeris- vindu. Auk þess er skipið búið vökvaknúinni smávindu frá Ósey hf., og vökvaknúnum krana frá HMF. Togvindur: Aftantil á togþilfari, s.b,- og b.b.-megin, eru tvær togvindur (splittvindur) af gerð DM 4185, hvor búin einni tromlu og knúin af einum tveggja hraða vökvaþrýsti- mótor. Tæknilegar stærðir (hvor togvinda): Tromlumál............. 324 mmo x 1400 mnw x 1000 mmo Víramagn á tromlu..... 2100 m af 24 mmo vír Togátak á miðja (700 mmo) tromlu.... 6.0 tonn (lægra þrep) Dráttarhraði á miðja (700 mmo) tromlu.... 100 m/mín (lægra þrep) Vökvaþrýstimótor...... MG 4185 Afköst mótors......... 135 hö Þrýstingur............ 40 bar Olíustreymi........... 2110 1/mín Grandaravindur: Fremst í gangi fyrir bobbingarennur eru tvær grandaravindur af gerb DSM 2202, hvor búin einni tromlu (324 mmo x 1400 mma x 600 mm) og knúin af ein- um M2202 vökvaþrýstimótor, togátak vindu á tóma tromlu er 6 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 81 m/mín. Hífingarvindur: Á bakkaþilfari, aftan vib brú, eru tvær híf- ingarvindur af gerð DMM 2202, hvor búin einni tromlu (380 mmo x 800 mmo x 400 mm) og knúin af einum M2202 vökvaþrýstimótor, togátak vindu á tóma tromlu er 6 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 81 m/mín. Hjálparvindur afturskips: Aftast á bakkaþilfari, s.b.-megin, eru tvær hjálparvindur fyrir pokalosun og útdrátt á vörpu. Vindurnar eru af gerðinni DMMA3, knúnar af MA3 vökva- þrýstimótor, togátak á tóma tromlu 3 tonn. Hjálparvinda framskips: Fremst í gangi fyrir bobbinga- rennur er hjálparvinda af gerð NHM 1100 (háþrýstiknúin), búin tromlu (190 mmo x 340 mmo x 200 mm), togátak á tóma tromlu er 3 tonn. Losunarkrani: Losunarkrani er frá HMF af gerö M 180-K3, lyftigeta 2.0 tonn við 9 m arm, búinn vindu. Akkerisvinda: Akkerisvinda er á bakkaþilfari, framan vib brú, og er af gerð B5-2K-2N, búin tveimur kebjuskífum (önnur útkúplanleg) og tveimur koppum og knúin af M2202 vökvaþrýstimótor. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl. Ratsjá: Furuno FCR-1411, 72 sml, litaratsjá með dags- birtuskjá með AD10S gyrotengingu. 36 ÆGIR MARS 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.