Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.1994, Blaðsíða 20
Miklar sveiflur eru í hrognkelsaveiðinni frá ári til árs, en nokkur undanfarin ár hafa þó verið áberandi léleg. Meiri bjartsýni ríkir nú en áður í röðum grá- sleppukarla og þeirra sem eiga hagsmuna að gæta vegna grásleppuveiða og vinnslu grásleppuhrogna. Veiöin hef- ur farið betur af staö en í fyrra þegar vertíðin var með eindæmum léleg. 20 ÆGIR APRÍL 1994 Frá vori fram á sumar Veiðarnar byrjuðu 20. mars fyrir Norður- og Austurlandi, 20. apríl suðvestanlands, en á Breiðafirði og Vestfjörðum er heimilt að hefja veiðar 5. maí. Veiðarnar standa síðán yfir fram á sumar. í fyrra framlengdi sjávarútvegsráðuneytið áður heimilaðan veiðitíma um einn mánuð að beiðni Landssambands smábátaeigenda að fenginni umsögn Haf-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.