Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1994, Blaðsíða 27

Ægir - 01.08.1994, Blaðsíða 27
Undarlega ófínt að stádera þorsk Nemendum stýrimannaskóla fækkar og Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfiröi hefur verið lokaö um óákveðinn tíma Eftir Þröst Haraldsson. Þegar sá sem þetta ritar var í menntaskóla hafði hann kennara sem notaði það sem svipu á slaka nemend- ur að ef þeir færu ekki að hysja upp um sig buxurnar og læra heima myndu þeir enda á togara. Verri örlög gátu ungir menntskælingar vart hugsað sér á þeim árum. Þetta var á mestu niðurlægingartímum íslenskrar togaraútgerðar í lok Viðreisnar og satt að segja heldur ófrýnileg framtíðarsýn að eyða því sem eftir væri af ævinni um borð í gömlu nýsköpunartogurun- um. En þótt ástand togaraflotans hafi stórbatnað og nú séu fáir tekjuhærri hér á landi en skipverjar á (frysti-) togurum þá hefur þetta viðhorf kenn- arans orðið lífseigt - og það þótt allar aðstæður í atvinnugreininni hafi gjör- breyst. Það þykir undarlega ófínt að stúdera þorsk svo vitnað sé til orða Haraldar Bessasonar rektors Háskólans á Akureyri þar sem verið er að byggja upp einu háskóladeild landsins á sviði sjávarútvegs - og hefur gengið upp og ofan að laða nemendur að henni. Þessa dagana er nefnd að skila áliti til menntamálaráðherra, en hún var skipuð til þess að fara í saumana á ástandi menntamála sjávarútvegsins. Þar hefur heldur slegið í bakseglin á síðustu árum og á það fyrst og fremst við um framhaldsskólastigið. Nemend- um sem leggja fyrir sig skipstjórnar- nám hefur fækkað verulega og nú er svo komið að í haust verða engir nem- endur teknir inn í Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði. Vélskólinn hefur aö mestu haldið sjó og þakkar skólastjór- inn það þeirri staðreynd að námið nýt- ist víðar en til sjós. Bóknámið þykir fínna Þessi minnkandi áhugi á námi sem tengist höfuð atvinnuvegi þjóðarinnar á sér ýmsar ástæður. Ástandið í grein- inni þar sem afli dregst saman og helstu tíðindin eru af fyrirtækjum sem eiga í vandræðum er ekki til þess fallið að laða ungt fólk að sjávarútvegi. Atvinnuleysi í röðum sjómanna hef- ur aukist vegna samdráttarins og haft þau áhrif að sjómenn sem hyggja á nám hika við að sleppa plássinu sem þeir hafa. Þeir óttast aö fá það ekki aft- ur þegar þeir koma úr námi. En fleira kemur til. Almennur að- búnaður stjórnvalda að hvers konar verknámi hefur haldist í hendur við viðhorfin til slíks náms. Ungt fólk fær ekki hvatningu, hvorki frá foreldrum sínum né kennurum, til að leggja fyrir sig verklegt nám. Allir virðast hafa tek- ið höndum saman um að beina þeim inn í bóknám sem opnar leiðina upp í háskóla. Og stjórnvöld ýta undir þenn- an straum með því að skera niður fjár- veitingar til verknámsbrauta. Slíkt nám er dýrara en bóknám og þess vegna er freistingin meiri til að skera það niður, ekki síst þegar enginn virð- ist sakna þess. Þetta viðhorf endurspeglast í því hversu lágt verkmenntagreinar eru metnar í fjölbrautaskólunum. Þar geta nemendur sem stefna að stúdentsprófi einungis valið sér verklegar greinar sem nemur 11% þeirra eininga sem þarf til stúdentsprófs. Ákveði þeir hins vegar að velja tónlist geta þeir fyllt upp í 28% eininganna með slíku námi. Friðrik Ásmundsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum bendir einnig á að hringlandaháttur stjórnvalda með stýrimannanámið eigi sinn þátt í minnkandi aðsókn að því. „Þegar Svavar Gestsson var mennta- málaráðherra setti hann reglugerð um þetta nám sem gerði ráð fyrir að það yrði lengt um hálft annað ár. Þessi breyting átti að gerast á þremur árum og hún hafði í för með sér að menn hópuðust í stýrimannanám til að geta lokið því á styttri tíma. Síðan kom Ólafur G. Einarsson og frestaði gildis- töku þessarar reglugerðar. Þá hlaut að koma slakki í aðsóknina." Nokkrar tölur Nú er hægt að stunda stýrimanna- nám á þremur stöðum á landinu: í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Dal- vík. Af einhverjum ástæðum hefur ekki orðið sama fækkun í stýrimanna- deildinni á Dalvík og á báðum hinum stöðunum. Þróunin hefur orðið sú að í Reykjavík hefur nemendum fækkað úr 133 árið 1990 í 75 á sl. vetri, í Eyjum hefur fækkunin verið úr 33 í 6, en á Dalvík hefur nemendafjöldinn verið nokkuð stöðugur í kringum 25 á þessu árabili. Langstærstur hluti vélstjóra hlýtur nám sitt í Vélskóla íslands í Reykjavík, en auk þess var hægt að stunda slíkt nám í fjölbrautaskólum á Akureyri, ísafirði og í Vestmannaeyjum. Á öllum þessum stöðum hefur fjöldi nemenda verið nokkuð stöðugur á undanförn- um árum, alls um 250 nemendur. Fiskvinnsluskólar hafa verið starf- ræktir á tveim stöðum: í Hafnarfirði og á Daivík. í fyrrnefnda skólanum varð mikil fækkun fyrir u.þ.b. áratug og hef- ur skólinn ekki borið sitt barr eftir það, enda er nú búið að loka honum í bili. Á Dalvík var fiskvinnsludeildin stofn- uð árið 1988 og hefur nemendum fjölgað jafnt og þétt síðan. í fyrra voru þeir 33 og útlit er fyrir svipaðan fjölda í ár að sögn skólastjórans, Þórunnar Bergsdóttur. Stóri skólinn úr sögunni Hér hefur einkum verið fjallað um framhaldsskólastigið, enda er það á því skólastigi sem langflestir hafa mennt- ÆGIR ÁGÚST 1994 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.