Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 8
um um framkvæmd aðfarargerða, nauðungarsölu, opinberra skipta og gjald- þrotaskipta. Hér skiptir miklu máli að góð samvinna takist og allir leggi sig fram um að þessi meðferð verði sem greiðust og umfangsminnst. Því er ekki að neita að nokkuð hefur borið á því að einstaka lögmenn reyni að flækja meðferð mála í því skyni að tefja hana og virðast telja það skjólstæðingum sínum í hag. Þetta mistekst æði oft og stundum hrapallega og ekki verður annað séð en að með þessum hætti stofni lögmenn að óþörfu til aukins kostnaðar sem umbjóðendur þeirra verða oftast að greiða. Á þessum tímamótum væri þeim lögmönnum, sem hafa tilhneigingu til að falla í þessa gryfju, hollt að hugsa sitt ráð og huga að sjálfsgagnrýni. Annað atriði er sérstök ástæða til að nefna, en það eru hinar nýju aðfarar- heimildir. Hér er um nýmæli að ræða sem horfir til mikils hagræðis fyrir þá sem það geta nýtt sér. Þetta nýmæli hefur einnig í för með sér mikinn verksparnað bæði fyrir lögmenn og dómara. Er því full ástæða til að hvetja lögmenn til þess að notfæra sér þessar aðfararheimildir þegar frá upphafi. Þessi hvatning á að nokkru leyti rætur sínar að rekja til þeirrar reynslu sem fékkst þegar lög um áskorunarmál tóku gildi árið 1968. Margir lögmenn voru nokkuð seinir til að tileinka sér þá nýjung. Hins vegar hafa mörg undanfarin ár nær öll mál verið höfðuð í áskorunarformi, þegar lög hafa leyft þá meðferð sakarefnis, sem sýnir þá kosti sem áskorunarmeðferðin hefur. Að lokum þykir hér ástæða til að minnast á þau nýmæli í meðferð opinberra mála, sem færir meðferð þeirra nær meðferð einkamála. Þess er fyrst að geta að gert er ráð fyrir því að ríkissaksóknari sæki þing í öllum málum sem hann höfðar eða lætur höfða. Þá er heimilt að dæma í máli sakbornings að ákveðnum skilyrðum fullnægðum, enda þótt hann hafi ekki komið fyrir dóm, þannig að útivist sakbornings hindrar ekki að þessum málum sé lokið. Aðalmeðferð opinberra mála hefur nú verið lögtekin en í raun mun meðferð þeirra í mörgum tilvikum hafa verið hagað með þeim hætti. Halda mætti áfram að telja ýmiss nýmæli en það yrði of langt mál. Verður því hér látið staðar numið en ítrekað það sem fyrr sagði, að á miklu veltur að framkvæmd réttarfarsnýmælanna takist með þeim hætti sem til er ætlast og um það verða allir þeir sem hlut eiga að máli að taka höndum saman. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.