Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 13
Finnland og Svíþjóð þar sem reglur eru svipaðar í framkvæmd - vottar viðstaddir eftir ósk þess sem yfirheyrður er. 5. VOTTAÁKVÆÐIÐ a. Um inntak vottaákvæðisins Vottaákvæðið verður rakið til laga nr. 27,5. mars 1951 um meðferð opinberra mála eins og áður var sagt. Virðist þá hafa verið gert ráð fyrir því að vottar yrðu ávallt viðstaddir yfirheyrslu, en „stundum kann það ekki að vera unnt, t.d. ef lögreglumaður einn saman stöðvar bifreið með bifreiðastjóra einum, en hefur ekki tækifæri til þess að fara með hann þegar á lögreglustöð.“" Ef til vill má lesa sömu áætlun út úr ummælum í dómum Hæstaréttar, t.d. í dómi hinn 30. janúar 1991, sbr. dómadæmi (2) hér að framan, þ.e. að vottar skuli vera viðstaddir yfirheyrslur, a.m.k. yfir sakborningi, fari yfirheyrsla fram í húsakynnum lögreglu. í dómi Hæstaréttar hinn 30. janúar 1992, sbr. dæmi (3), virðast dómendur hins vegar a.m.k. gefa í skyn að fullnægjandi geti verið að vottur sé viðstaddur upplestur á skýrslu sakbornings hjá lögreglu og þurfi þá ekki að vera viðstaddur sjálfa yfirheyrsluna. Ekki er úr vegi að reyna átta sig á því hver sé tilgangur ákvæðisins um að hafa skuli votta við yfirheyrslu lögreglunnar sé þess kostur. Sagt hefur verið, að með refsiréttarfari sé m.a. leitast við að tryggja:12 1. Að sakamál eða annars konar rannsóknarviðfangsefni sem lögð eru í hendur lögreglu verði upplýst með skilvirkum hætti. 2. Að borgararnir njóti verndar gagnvart ríkisvaldinu. Ætla verður að stefnt hafi verið að því jöfnum höndum að treysta sönnun um framburð sakbornings og vitna svo og að vernda yfirheyrða, einkum sakborn- inga, gegn hvers konar harðræði við yfirheyrslu.13 Á þeim liðlega 40 árum sem liðin eru frá tilurð ákvæðisins hefur mikið vatn runnið til sjávar og verulegar breytingar verið gerðar á refsiréttarfarinu, einkum reglum sem lúta að frum- rannsókn mála og réttindum sakbornings. Ekki er ástæða til að tíunda þessar breytingar hér en eftirfarandi atriði skulu nefnd til marks um hvernig réttarfarið verndar þá sem yfirheyrðir eru: " Einar Arnórsson: „Meðferð opinberra mála“ Tímarit lögfræðinga 1951 bls. 98. 12 Sbr. Ragnar Aðalsteinsson: „Hugleiðingar um nýja refsiréttarfarið“ Úlfljótur 4. tbl. 1991. 15 Sbr. Jónatan Þórmundsson: Opinbert réttarfar Reykjavík 1980 2. hefti bls. 149 í kafla um yfirheyrslu og yfirheyrslutækni. Þar er 37. gr. að vísu ekki talin með helstu ákvæðum oml. um skýrslutöku hjá lögreglu. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.