Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 32
Skuldaraskipti með samþykki kröfuhafa (skuldskeyting) geta gerst með tvennu móti. Annars vegar þannig, að kröfuhafi samþykki það fyrirfrani í samningi við upphaflegan skuldara, að skuldara sé, e.t.v. að fullnægðum ákveðnum skilyrðum, heimilt að setja annan skuldara í sinn stað. Er ekki óalgengt, að um slíkt fyrirfram gefið samþykki við skuldaraskiptum sé samið í samningi þeim, sem stofnar til skuldarsambands. Hins vegar getur skuldskeyt- ingu borið að með þeim hætti, að kröfuhafi samþykki, eftir að til skuldarsam- bands hefur stofnast, að nýr skuldari komi í stað hins upphaflega skuldara. Er ekki óalgengt, að slík samningsákvæði sé að finna í leigusamningum. einkum samningum um leigu atvinnuhúsnæðis. 2.2 Kröfuhafi samþykkir skuldaraskipti fyrirfram Sem dæmi þess, þegar kröfuhafi samþykkir skuldaraskipti fyrirfram, má nefna, að í leigusamningum um atvinnuhúsnæði er stundum að finna ákvæði þess efnis, að leigutaka (skuldara) sé heimil framleiga, þ.e. að setja annan leigutaka (nýjan skuldara) í sinn stað. Markmið slíkra samningsákvæða er oft að tryggja, að leigjandi geti við framsal atvinnurekstrar síns afhent þá viðskiptavild, sem bundin er staðsetningu rekstrarins. Slíka samninga, sem að framan greinir, ber væntanlega að túlka á þann veg, að leigusali geti ekki neitað að viðurkenna kaupanda atvinnurekstrarins sem nýjan leigutaka, nema hann hafi til þess réttmætar ástæður.20 Áður er og getið 56. gr. húsaleigusamningalaga nr. 44/1979, en þar er gert ráð fyrir því, að aðilar að húsaleigusamningi kunni að semja um það fyrirfram, að framsal leiguréttar án samþykkis leigusala sé heimilt. Sjónarmið af líkum toga má sjá í 61. gr. laga nr. 44/1979 um húsaleigusamn- inga. Ef leigutaki að atvinnuhúsnæði deyr, en dánarbú hans ákveður að selja atvinnustarfsemi, sem þar var stunduð, getur leigusali ekki ekki reist uppsögn leigumála eða kröfu um breytingu á efni hans á þeim atvikum sérstaklega, enda sé söluverðmæti slíkrar atvinnustarfsemi háð áframhaldandi afnotum af hinu leigða húsnæði og að notkun þessi haldist óbreytt áfram. Sama gildir, eftir því sem við á, ef ástæða fyrir sölu á atvinnustarfsemi er sambúðar- eða hjúskaparslit eða gjaldþrot leigutaka.21 20 Sjá Bernhard Gomard, sama rit, bls. 304; Henry Ussing, sama rit, bls. 284. Sjá einnig Henry Ussing, Enkelte kontrakter, bls. 14. Sjá til athugunar í þessu sambandi Hrd. 199123/10, en þar hafði leigutaki að verslunarhúsnæði samkvæmt efni og orðalagi leigusamnings forgangsrétt til áframhald- andi leigu, þegar leigutíma lyki. Pennan forgangsrétt gat leigutaki hins vegar ekki framselt til annars aðila, og var leigusala því óskylt að samþykkja áframhaldandi leigu til þess kaupanda, er leigutaki fékk að fyrirtæki sínu. 21 Alþingistíðindi 1978 -1979, A, þskj. 338, bls. 1450. Þar segir í skýringum við 61. gr. frumvarps til húsaleigusamningalaga, að það geti oft ráðið úrslitum um söluverðmæti. t.d. verslunar, sem rekin sé í leiguhúsnæði, að henni geti fylgt áframhaldandi afnotaréttur samkvæmt gildandi leigumála að því húsnæði, sem hún hefur verið starfrækt í, og þar sem hún hafi aflaðsér viðskiptavildar. Sama geti gilt um margvíslega aðra atvinnustarfsemi. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.