Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 59
9. FRAMSAL I ATVINNUSTARFSEMI 9.1 „Identitet“ Þegar skuldari er lögpersóna. og gerðar eru breytingar á stjórn hans, eignarhaldi eða skipulagi,67 geta þær spurningar vaknað, hvort „identitet“ skuldarans sé hið sama eða hvort það hafi breyst. Er þá fyrst og fremst átt við, hvort þær breytingar hafi orðið á eðli skuldara, að í raun megi segja, að kominn sé nýr skuldari. Ef skuldarinn er eftir breytingarnar talinn vera hinn sami, hafa breytingarnar sem slíkar að sjálfsögðu ekki áhrif á skuldbindingar hans. í öðrum tilvikum vaknar sú spurning, hvort skuldaraskipti hafi í raun átt sér stað og þá með þeim afleiðingum, að til slíkra skuldaraskipta þurfi samþykki kröfuhafa. Er talið, að ekki sé unnt að setja fram eina algilda reglu, sem átt getur við í öllum tilvikum.“ Aðilar skuldarsambands geta leyst úr framangreindum álitaefnum með samningi. Þegar samningi er ekki til að dreifa er í dönskum rétti talið, að hlutafélag geti varðveitt „identitet“ sitt sem skuldari, þótt öll hlutabréf í félaginu skipti um eigendur og tilgangi þess sé jafnframt breytt, sbr. til athugunar danskan dóm í Ufr. 1969 25. í þessu felst, að skuldarinn er talinn vera hinn sami meðan breyting hefur ekki orðið á hinu formlega „identiteti“. Sá kröfuhafi, sem ná vill annarri réttarstöðu, verður að byggja slíkt á samningi. Hins vegar er þar talið, að samruni hlutafélaga, sem gerist með þeim hætti, að hlutafélagi er slitið og það algjörlega sameinað öðru félagi, feli í sér breytingu á ,,identiteti“.6‘' Með hliðsjón af reglum XV. kafla hlutafélagalaga verður að ætla, að sama regla gildi hér á landi, sbr. kafli 1.4 hér að framan. 9.2 Framsal atvinnurekstrar í kafla 1.4 er þess getið, að þegar nýr eigandi verður að fyrirtæki, yfirtekur nýi eigandinn skyldur fyrri eiganda gagnvart starfsfólkinu samkvæmt ráðningar- samningum þeirra. Ef breytingu á að gera á ráðningarkjörum eða starfsliði, verða ráðningarsamningarnir annað hvort að vera lausir við yfirtökuna að undangenginni uppsögn, eða þannig að nýr eigandi verður að segja ráðningar- 67 Um breytt skipulag skuldara sjá Hrd. 1937 541. f Hrd. 1937 541 hagaði þannig til, að Árskógshreppur hinn forni tók lán f Sparisjóði Svarfdæla. Áður en lánið var að fullu greitt, var Árskógshreppi hinum forna skipt í tvö hreppsfélög, Árskógshrepp og Hríseyjarhrepp. Samkvæmt ákvörðun atvinnu- og samgöngumálaráðuneytis skyldi Árskógshreppur svara til 1/3 af skuldum hins forna hrepps en Hríseyjarhreppur til 2/3. Þrátt fyrir þessa ákvörðun var Sparisjóðurinn talinn geta gengið að Árskógshreppi fyrir allri skuldinni, þar sem ákvörðun ráðuneytisins gilti einungis í skiptum hinna nýju hreppa innbyrðis. Póttu grundvallarreglur íslenskra laga leiða til þess, að hin nýju hreppsfélög bæru, hvort fyrir sig, ábyrgð á skuldum hins forna hrepps sem eigin skuldum. “ Bcrnhard Gomard. sama rit. bls. 314 d. w Sjá Bernhard Gomard. sama rit, bls. 314 d - e. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.