Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 16
íslendingar eru alltof SKAMMSÝNIR segir Audun Marák, formaður samtaka norskra útgerðarmenna, í viðtali um fiskveiðideilu íslendinga og Norðmanna Deilur íslendinga og Norbmanna um veibar á hafsvæbunum í Norbur-Atlants- hafi hafa tekib á sig dramatískar myndir á köflum. Skip eru tekin og færb til hafnar, öbrum er neitab um naubsynlega þjónustu í norskum höfnum og hnútur fljúga um borb. hegar íslenskir fjölmiblar fjalla um deilurnar er oft vitnab til samtakanna Norges fiskarlag sem eru heildarsamtök allra norskra fiskimanna, bæbi sjómanna og útgerbarmanna. En í Noregi starfa einnig sam- tök útgerbarmanna og þau heita Fiskebátredernes forbund. Þegar undirritabur var á ferb í Noregi fyrir nokkru hitti hann ab máli formann þessara samtaka, Audun Marák, í höfubstöbvum þeirra í Álasundi. Þröstur Haraldsson. Úthafsveiðar Norðmanna Ég spurði Audun livort það vœri nokk- ur munur á sókn íslendinga norður í Smugu og sókn Norðmanna vestur yfir Atlantshafog raunar víðar því norsk skip hafa m.a. verið athafnasöm í Kyrrahafi við Nýja-Sjáland. „Þegar viö stóbum frammi fyrir því aö fiskistofnarnir drógust mikið saman á síðasta áratug hafbi átt sér stað veru- leg endurnýjun á úthafsveiðiflotanum og útgerðarmenn urðu að finna ný verkefni handa þessum skipum. Þess vegna voru 6-7 norsk skip send til veiða í Kyrrahafi undan ströndum Nýja-Sjá- lands. Það var gert í góðu samkomulagi við yfirvöld þar. Skipin hófu veiðar á vannýttun tegundum og juku verbmæti aflans sem þar barst á land. Eftir að norsku skipin fóru þarna suður hækkabi fiskverð til sjómanna á Nýja-Sjálandi vegna þess að innlendir útgerðarmenn fjárfestu í sams konar skipum og bættu meðferðina um borð. Þegar þorskveiðin fór að glæbast 1 Barentshafinu komu sum þessara skipa heim, en þrjú urðu eftir og veiða nú í landhelgi Nýja-Sjá- lands samkvæmt kvóta sem þarlend yf- irvöld hafa úthlutað þeim. Við þetta má bæta því ab norsk stjórnvöld hefðu aldrei leyft skipum okkar að stunda veiðar í andstöðu við ráðleggingar alþjóðlegra eftirlitsstofn- ana. Stjórnin hefði gripið til ráðstafana gegn norskum útgerðarmönnum sem þannig hefðu hagaö sér og svipt þá veiðiheimildum í norskri landhelgi, en það virðast íslensk stjórnvöld ekki gera." Grænlandsrækja og úthafskarfi En hvað um veiðar norskra skipa á Reykjaneshrygg og við Grœnland? íslensk stjómvöld eru ekki par hriftn afþeim. „Þær verður að skoba í ljósi þess að norsk skipa hafa stundað veiöar vib Ný- fundnaland, Grænland og ísland um áratugaskeib. Við fiskuðum talsvert á ís- landsmiðum allt frá því á fjórba ára- tugnum og höfðum rétt til þess þangaö til íslendingar færðu út landhelgi sína, fyrst í 50 mílur og svo í 200. Það skildu norskir fiskimenn mjög vel þótt þeir misstu þar gjöful mið sem þeir höfðu stundað um langt skeið. Eftir útfærslu íslensku landhelginnar höfðu nokkrir norskir línubátar rétt til ab veiða dálítið innan hennar, en þegar yfirstandandi aflasamdráttur hófst árið 1989 sögðust íslensk stjórnvöld þurfa á þessum fiski að halda. Hvað Grænland áhrærir þá hafa þeir veibiheimildir í Barentshafi, en á móti fáum við ab veiða þorsk og grálúbu við Austur- og Vestur-Grænland. Að vísu er ekki mikinn þorsk að hafa við Græn- land eins og er, en það á vonandi eftir að lagast. Við veiðum líka rækju á haf- inu milli Grænlands og íslands. Þar hef- ur Evrópusambandið samið við Græn- lendinga um rækjukvóta og við kaup- um þá af ESB samkvæmt fiskveiðisamn- ingum sem við höfum gert. Raunar voru það norsk skip sem fundu þessi 16 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.