Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1995, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.1995, Blaðsíða 16
> .V* ' \ Norskur sjávarútvegur II ,Vf. v - V ' V>v =u- Frystihús Domstein í Máloy er aðeins tveggja ára gamalt og eitt það fullkomnasta í heimi. Vinnsiulínurnar eru að einhverju leyti byggðar á íslenskum fyrirmyndum. Smjörið drýpur af hverju strái Flestir helstu nytjastofnar á uppleið og vel rekin fiskvinnslufyrirtæki eru arðbærari en olíubransinn Þröstur Haraldsson. Það drýpur smjör af hverju strái í Noregi þessi missirin, á því leikur enginn vafi. Ferbamaður sem á leið um landið verður þess hvarvetna var og fréttir í blööum um efnahagslíf landsins stabfesta þab. í þessum mán- uði ná Norðmenn þeim áfanga að verða skuldlausir gagnvart útlöndum, þ.e. eignir þeirra í útlöndum eru meiri en skuldirnar. Hagvöxturinn hefur aukist verulega og atvinnuleys- ib fer minnkandi. En til marks um velgengni Norð- manna er ab nágrannar þeirra Danir em farnir að kvarta undan hrokanum í þeim. Danskur mabur búsettur í Noregi skrifaði grein í Politiken fyrir skömmu og sagbi að nú væm það ekki Þjóðverjar sem aka um á stómm bílum og heimta gott olnbogarými, þeir væru flestir orönir vistvænir og auðmjúkir. Hins vegar væru Norðmenn á góðri leið með að taka við hinu hefðbundna hlutverki ríka mannsins sem fyndist sjálfsagt að hann hefði alls staðar forgang. Að sjálfsögðu á olían stærstan þátt í þessum vexti enda eru miklar fjárfest- ingar í olíuvinnslu nú farnar að skila arði svo um munar. En það sakar heldur ekki aö sjávarútvegurinn skilar sínu og gott betur. Þótt hlutdeild sjávarútvegs í heildarútflutningi Norðmanna sé innan við 10 af hundraði þá munar um það, einkum við sjávarsíðuna, þegar vel gengur. Flestir stofnar á uppleið Til þess að sýna svart á hvítu hvernig þróunin hefur verið í norskum fisk- veiðum og vinnslu er rétt að birta nokkrar tölur. Á árunum 1991-1994 hefur vöxturinn verið ævintýralegur, fyrst og fremst í bolfiskafla. Þorskafli hefur meira en tvöfaldast, farið úr 164 þúsund tonnum í 375 þúsund tonn, ýsuaflinn hefur þrefaldast úr, 25 þúsund tonnum í 73 þúsund tonn, og ufsaafl- inn hefur aukist úr 140 þúsund tonnum í 187 þúsund tonn. Karfa-, loðnu- og rækjuaflinn hefur að vísu dregist sam- an, en síldaraflinn hefur aukist úr 200 þúsund tonnum í 536 þúsund tonn. Heildaraflinn hefur aukist á þessu árabili úr 2 milljónum tonna í rúmlega 2,3 milljónir tonna. Verömætin hafa hins vegar aukist hlutfallslega meira, árið 1991 var heildarverðmæti aflans upp úr sjó 60 milljaröar íslenskra króna, 16 ÆGIR UniSQUd

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.