Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 29
Páll Skúlason er lögmaður í Reykjavík Hann hefur samið ritið „Lög um hlutafélög með skýringum “ sem munu koma út um mitt ár 1994 Páll Skúlason: HLUTAFÉLÖG Á ÍSLANDI OG HLUTAFÉLAGALÖG. UPPHAF HLUTAFÉLAGALAGA Fyrstu hlutafélagalög, sem sett voru hér á landi, voru lög nr. 77/1921. Þau voru sniðin eftir dönskum lögum um hlutafélög sem þá voru tiltölulega nýleg, eða frá 1917. Löggjöf okkar var þá, og er reyndar enn, töluvert sniðin eftir danskri löggjöf svo það var mjög eðlilegt að litið væri til Dana um fyrirmyndir að hlutafélagalögunum. Hitt var óheppilegt að Dönum sjálfum hafði ekki heppnast meira en í meðallagi að gera lög sín vel úr garði. A.m.k. er það skoðun Olafs Lárussonar í grein sem hann skrifaði í Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga árið 1922. Fannst honum ekki nógu vel og tryggilega gengið frá því að hlutafélagaformið yrði ekki misnotað. Hvemig sem því var háttað þá giltu lög þessi svo til óbreytt til ársins 1978 að núgildandi lög voru sett. Sennilega er meirihluti þeirra hlutafélaga sem starfandi er hér á landi stofnaður í gildistíð þeirra laga, a.m.k. öll hlutafélög sem stofnuð eru fyrir 1. janúar 1980 en þá gengu núgildandi lög í gildi. Það er þó ofmælt að þau hafi gilt óbreytt frá 1978 því árið 1989 urðu á þeim nokkrar breytingar sem telja má veigamiklar. HLUTAFÉLÖG OG AÐRAR FÉLAGSGERÐIR Við hliðina á hlutafélögum eru tvö önnur félagaform atkvæðamikil í viðskiptalífinu. Eru það samvinnufélög og sameignarfélög. Samvinnufélög eiga margt sameiginlegt með hlutafélögum. Þar er ábyrgð félagsmanna takmörkuð við inneign þeirra í sameiginlegum sjóðum. Því má líkja við ábyrgð hluthafa í hlutafélögum. Aftur á móti er fjöldi félagsmanna breytilegur 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.