Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 8
Hæstaréttar að ákvæði reglugerðar nr. 320/1983, um að það væri skilyrði fyrir útgáfu atvinnuleyfís að umsækjandi væri félagsmaður í tilteknu bifreiðastjóra- félagi, hefði ekki lagastoð í ákvæðum laga nr. 36/1970 um leigubifreiðar, enda var ekki skýrlega mælt fyrir um skyldu umsækjanda um atvinnuleyfí til að vera félagi í tilteknu bifreiðastjórafélagi í lögunum og ekki var í lögum ákvæði um að einungis mætti veita meðlimum slíks félags atvinnuleyfi. Kemur hér til „skýringarregla“ sú sem vitnað er til hér að framan. Þar sem lagaheimild brast til að ákveða með reglugerð að þátttaka í stéttarfélagi væri skilyrði atvinnuleyfís brast lagaheimild til að skylda áfrýjanda til að vera félagi í bifreiðastjórafélaginu og því var óheimilt að svipta hann atvinnuleyfi sínu samkvæmt forsendum í dómi meirihluta Hæstaréttar. Með lögum nr. 77/1989 um leigubifreiðar var skilyrði um félagsaðild lög- tekið, sbr. 6. tl. 1. mgr. 8. gr., sbr. 5. gr. laga nr. 77/1989. Sigurður A. Sigur- jónsson bar mál sitt undir Mannréttindanefnd Evrópu og málið kom síðan til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu.1 Niðurstaða dómstólsins var að það lög- bundna skilyrði fyrir atvinnurétti leigubifreiðastjóra að hann væri meðlimur í tilteknu stéttarfélagi og sú afleiðing úrsagnar úr félaginu að viðkomandi missti atvinnuleyfi sitt gæti ekki talist nauðsynlegt í lýðfrjálsu þjóðfélagi og bryti gegn 11. gr. mannréttindasáttmálans. Með lögum nr. 62/1994 var Mannréttindasáttmáli Evrópu lögtekinn á Is- landi, þ.e. ákvæðum mannréttindasáttmálans frá 4. nóvember 1950, ásamt breytingum á samningnum og tilgreindum samningsviðaukum, var veitt laga- gildi hér á landi, sbr. 1. gr. laganna. í 2. gr. laganna er að finna eftirfarandi ákvæði: „Úrlausnir mannréttindanefndar Evrópu, mannréttindadómstóls Evr- ópu og ráðherranefndar Evrópuráðsins eru ekki bindandi að íslenskum lands- rétti“. Það er einkum þessi síðari regla, þ.e. ákvæði 2. gr. laga nr. 62/1994, sem varð kveikjan að þessum skrifum. Báðar reglumar, lögskýringarregla Hæsta- réttar og 2. gr. laga nr. 62/1994, eru athyglisverðar, einkum með tilliti til þeirra sjónarmiða sem liggja þeim að baki. Að baki 2. gr. laga nr. 62/1994 má greina 1 Dómur mannréttindadómstólsins í máli Sigurðar Á. Sigurjónssonar gegn íslandi. máli nr. 24/1992/369/443, var kveðinn upp hinn 30. júní 1993. Dómurinn er birtur í dómasafni dóm- stólsins, Publications of the European Court of Human rights, Series A: Judgments and Decisions, vol. 264. Þar sem vísað er til dóma mannréttindadómstólsins hér á eftir er tilvfsun til Series A tilvísun til þess heftis dómasafnsins, þar sem dómurinn er birtur. Dómasafn mann- réttindadómstólsins mun ekki vera aðgengilegt hérlendis í heild, en dómar frá árinu 1987 til dagsins í dag eru til á skrifstofu umboðsmanns Alþingis. í úrlausn mannréttindadómstólsins í máii Sigurðar Á. Sigurjónssonar er ekki með beinum hætti tekin afstaða til lögskýringarreglu Hæstaréttar, um skýrleika lagaákvæða sem takmarka mannréttindi - enda laut málið eingöngu að tímabilinu eftir að lög nr. 77/1989 um leigubifreiðar gengu í gildi og takmörkunin þá iög- mælt, sjá til hliðsjónar 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmálans og dóm mannréttindadómstólsins, forsendu 39. 156 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.