Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 10
taka verði tillit til við beitingu ákvæða laga nr. 62/1994. í 3. kafla verður gerð grein fyrir valdmörkum stofnana Evrópuráðsins gagnvart ríkisvaldi að- ildarlanda sáttmálans, eins og þau valdmörk hafa þróast í réttarframkvæmd stofnana Evrópuráðsins, og í 4. kafla rakin helstu skýringarsjónarmið við beitingu mannréttindasáttmálans, eins og þau sjónarmið koma fram í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu. 2. LÖGTAKA MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU 2.1 Tilgangur lögtöku í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 62/1994 er nokkur grein gerð fyrir því hvers vegna talið var rétt að veita ákvæðum mannrétt- indasáttmálans lagagildi hér á landi. Greinargerðin er samin af nefnd sem skipuð var til að meta nauðsyn á lögtöku sáttmálans. Greinargerðin fylgdi frumvarpinu er það var lagt fyrir Alþingi og er því eitt helsta lögskýringargagn sem stuðst verður við samkvæmt hefðbundnum sjónarmiðum í íslenskum rétti. í greinargerðinni er fyrst og fremst bent á að lögtaka sáttmálans sé til þess fallin að auka réttaröryggi3, að réttindi einstaklinga fái við lögfestingu sátt- málans aukna vernd og að ákvæði sáttmálans séu í sumum tilvikum ítarlegri en ákvæði íslenskra laga og geti því fyllt upp í eyður í íslenskri löggjöf. Þá er það nefnt í greinargerðinni að eftir lögtöku geti einstaklingar borið ákvæði sáttmálans fyrir sig sem beina réttarreglu fyrir stjórnvöldum og dómstólum landsins. Loks er tekið fram í greinargerðinni að lögtaka sáttmálans auðveldi dómsúrlausnir og ákvarðanir stjórnvalda um mannréttindamál. Það er reyndar skoðun mín að lögtaka mannréttindasáttmálans geri allt ann- að en að auðvelda úrlausnir stjórnvalda og dómstóla í málum þar sem reynir á mannréttindi. þ. á m. málum þar sem reynir á ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu, en sé frekar til þess fallin að gera slík mál til muna flóknari. Ef sjónarmið þetta, um að lögtaka auðveldi úrlausnir, leiðir frá hugmyndafræði- legum rótum vildarréttarins, þ.e. að með lögtöku ákvæða sáttmálans tryggi löggjafínn dómurum og handhöfum framkvænidarvalds réttarheimildir sem beita megi í samræmi við almenn skýringarsjónarmið landsréttar, svo að leysa megi mál án skírskotunar til þjóðaréttar eða annarra heimilda sem ekki teljast bindandi að landsrétti - og ef þetta verður sú hugmynd sem lögð verður til grundvallar við framkvæmd laganna - þá tel ég ástæðu til að óttast að mark- miðið um aukið réttaröryggi og aukna vernd einstaklinga geti farið forgörðum. 2.2 Sjónarmið um áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu og beitingu í ís- lcnskum landsrétti fyrir lögtöku sáttmálans í grein Stefáns Más Stefánssonar Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamn- 3 Alþt. 1993, A-dcild, bls. 779, sbr. og bls. 801-802. 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.