Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 49
honum var ekki gefinn kostur á tilkynna handtöku nánum vandamanni, ef um það er að ræða, merki um áverka eða geðsjúkdóm o.s.frv., hvenær haft var samband við nána vandamenn og hvort þeir komu í heimsókn og þá hvenær, það sama gildir um lögmann og lækni, hvenær honum var boðinn matur, hvenær hann var yfirheyrður eða færður fyrir dómara, hvaða eigur voru teknar af honum við handtöku o.s.frv. Þetta á að skrá til viðbótar því sem fram kemur í viðkomandi lögregluskýrslum. Þótt vilji sé til staðar til að virða grundvallarreglur hefur vaknað sú spuming í huga mínum hvað sé aðalatriði og hvað aukaatriði. 3. NIÐURLAG A nokkrum sviðum er unnt að finna andstæðar siðareglur varðandi meðferð frjálsræðissviptra manna. Það útaf fyrir sig þarf ekki að koma á óvart. í áður- nefndri grein sinni tekur William Rentzmann upp tilvitnun úr bók Johs. Ande- næs, fyrrverandi prófessors í refsirétti við Oslóarháskóla „Straff, almenpre- vensjon og kriminalpolitikk“ þar sem hann segir: „Etiske spprgsmál kan ikke bli endelig avgjprt ved analyse og argumentasjon. I siste omgang má vi ta standpunkt baseret pá personlige fplelser eller ... personlige verdier“. Rentz- mann vitnar einnig til Jacques Bernheim, sem er þekktur sérfræðingur í lækna- siðfræði og fyrrverandi varaforseti Evrópunefndar um vamir gegn pyndingum o.fl., þar sem hann segir: „Ethical reasoning does not lead to single solutions, but it makes more clear what is really being done in terms and values“. Ég vil einungis leggja áherslu á að þegar ákveðið er að taka alþjóðlegar siðareglur upp í bindandi fyrirmæli hér á landi sé það gert af yfirveguðu ráði, þar sem m.a. er hugað að því hvemig ætlast er til að þeim verði framfylgt. Jafnframt verði hugað að því hvernig þær verði kynntar þeim sem ætlast er til að hafí þær til hliðsjónar í störfum sínum. Nauðsynlegt er að með mark- vissum hætti verði þessar reglur hluti af námsefni þeirra starfsstétta sem hafa með frjálsræðissvipta menn að gera. Prófessor Bemheim, sem nefndur er hér að framan, hefur næstum með norrænni rökhyggju sagt: „In every case a reasonable balance should be found in which the care of patients and the re- spect of basic human rights are weighed against public security and available resources“. Það er ástæða til að ætla að á næstu árum muni alþjóðlegum samningum fjölga þar sem settar verði reglur um meðferð og réttarstöðu frjálsræðissviptra manna og störf þeirra sem hafa með málefni slíkra manna að gera. Það sama gildir um ályktanir þar sem tilmælum verður beint til ríkja að setja reglur um nánar tilgreind atriði á þessu sviði. í þessu sambandi má nefna að ráðherra- nefnd Evrópuráðsins hefur nýlega samþykkt ályktun varðandi „Community Sanctions and Measures“. Siðareglur lækna eru til umfjöllunar hjá Evrópu- ráðinu og nú er verið að leggja síðustu hönd á nýjan viðbótarsamning við Mannréttindasáttmála Evrópu varðandi ákveðin réttindi þeirra sem sviptir eru frjálsræði. Verði þessi samningur fullgiltur af Islands hálfu verður honum veitt 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.